. - Hausmynd

.

Sjálfstæðismenn lélegri að mótmæla

Þetta er áhugaverð könnun sem slík, en það sem má lesa út úr henni er að þrátt fyrir að fleiri telji mótmæli og þ.h. endurspegli vilja meirihluta þjóðarinnar mæta samt færri á mótmælafundi.  Þegar ekki er hægt að ná saman fleiri en 500 manns til að mótmæla hugsar maður sem svo að Hannes Hólmsteinn hafi kannski haft rétt fyrir sér.  Hægri menn vilja bara græða á daginn og grilla á kvöldin.

Hvernig væri nú að taka smá pásu frá grillinu og reyna að hafa áhrif á gang mála hér í þjóðfélaginu?


mbl.is Endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála!

Sigurður Haraldsson, 19.7.2010 kl. 15:08

2 identicon

Ekki bara ad graeda á daginn og grilla á kvöldin...heldur graeda á daginn og grilla á kvöldin med hafragraut í hausnum.

X-D dööööhhhh 19.7.2010 kl. 16:06

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þið segið það strákar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.7.2010 kl. 16:18

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég þekki engann með hafragraut í hausnum, hvorki sjálfstæðismann né aðra.  Ég hefði bara viljað sjá þá taka virkari þátt í útifundum o.sv.frv.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.7.2010 kl. 16:49

5 identicon

Nú er ég ekki flokksbundinn maður en ég er hægrisinnaður kapítalisti sem trúi á frjálsann markað.

Ég held að sjálfstæðismenn og hægri menn almennt hafi verið soldið fældir frá mótmælendum af öðrum mótmælendum.

Nú hef ég sjálfur mætt á nokkra mótmælafundi og það sem mér hefur þótt einkenna fundina er fyrrst og fremst reiði, og svo tuggur eins og þetta er allt Davíð og sjálfstæðisflokknum að kenna.

Af þessu leiðir það að hægri menn hafa verið hlédrægir í mótmælum og frekar haldið sig aflokaðir á sínum flokksfundum.  Það er auðvitað mjög slæmt og hlutur sem þarf að bæta úr.

X-D döööööhhh HSG er einn mesti froðufellandi vitleysingur sem fengið hefur prófgráðu og það er með ólíkindum að hirðfíflið skuli geta kallað sig prófessor og að apa þessi orð eftir honum er orðin ein svona léleg tugga.

Arnar Geir Kárason 19.7.2010 kl. 18:49

6 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Sæll

Ég hef nú mótmælt Icesave og mætt á samstöðufund  Það er lýðræðislegur réttur allra að mótmæla friðsamlega. Nenni samt ekki æsingi, þannig að ég læt mig hverfa ef ég verð vör við leiðinda læti.

Mikið væri ég til í að græða á daginn og grilla á kvöldin með sólskinsbros.

Halldóra Hjaltadóttir, 19.7.2010 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband