. - Hausmynd

.

Þvílíkt kjaftæði

Ég tók þátt í síðasta þjóðfundi og þótt það hafi verið gaman þá hefur lítið komis út úr honum.  Formið býður ekki upp á þá dýpt sem þarf til þegar umfjöllunarefnið er eitthvað sem máli skiptir.

Núverandi stjórnarskrá lýðveldissins er ágæt fyrir margar sakir en það sem hefur vantað er virðing stjórnmálastéttarinnar fyrir henni.  Ólíklegt er að sú stétt muni bera eitthvað meiri virðingu fyrir nýrri stjórnarskrá.  Það sem þyrfti helst að vera hér er stjórnlagadómstóll.

Ég mun líklega gefa kost á mér til stjórnlagaþings.


mbl.is Þjóðfundur um stjórnarskrá í nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég mun örugglega styðja þig til stjórnlagaþings.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.8.2010 kl. 15:35

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Húrra!  Tvö atkvæði komin, nokkur þúsund eftir

Axel Þór Kolbeinsson, 13.8.2010 kl. 15:36

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þrjú atkvæði komin! Láttu mig bara vita ef þú vilt fá undirskriftalista. Ég þekki fullt af fólki sem hafa mér aðgengilega þumalputta til þess að snúa uppá :)

Kolbrún Hilmars, 16.8.2010 kl. 20:48

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Takk kærlega fyrir það Kolbrún.  Áður en langt um líður verð ég komin með vilyrði fyrir 10 atkvæðum.

Axel Þór Kolbeinsson, 18.8.2010 kl. 08:22

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mjór er mikils vísir 

Kolbrún Hilmars, 18.8.2010 kl. 09:49

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

...og fáir mjórri en ég

Axel Þór Kolbeinsson, 18.8.2010 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband