. - Hausmynd

.

Um viðbrögð bloggara við verkfallsaðgerðum

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með viðbrögðum ýmissa bloggara við verkfallsaðgerðum slökkvuliðs og sjúkraflutningamanna.  Sumir vilja fá lög á verkfallið og aðrir telja aðgerðirnar jaðra við hryðjuverk.

Verkfall þessa hóps er löglega boðað, og tilkynnt þeim sem verkfallið beinist gegn 7 sólarhringum áður en verkfallið hefst eða fyrr.  Lögin sem farið er eftir eru síðan 1938 og þóttu mikil réttindabót á sínum tíma.  Það að fólk hafi áhuga á að afnema tímabundið eða alfarið réttindum sem við höfum haft í rúmlega 70 ár er út í hött.


mbl.is ASÍ gagnrýnir FÍ og Isavia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað sem líður lögum og hefðarhugsun finnst mér það ranglátt og óviðeigandi að deilur tveggja aðila bitni á og skaði þriðja aðila sem hvergi kemur nærri deilunni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.8.2010 kl. 18:25

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Verkföll og verkbönn bitna alltaf á þriðja aðila, og þriðji aðilli er í flestum tilfellum neytandinn.  Svona ganga vinnudeilur fyrir sig ef samningar hafa verið lausir í nokkurn tíma og ekkert gengur í samningaviðræðum og hafa gert það í öld eða svo, þótt verkföll og verkbönn hafi ekki verið komin í lög fyrr en árið 1938.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.8.2010 kl. 18:47

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Einn ágætur félagi minn sagði, þegar flugumferðarstjórar boðuðu verkfall fyrir allmörgum árum:  Kjör starfsstétta á Íslandi eru í réttu hlutfalli við þann skaða sem þær geta valdið með verkföllum.

Það er sitthvað til í þessu. En löglega boðað verkfall hjá félagi sem hefur verið með lausa samninga frá því í fyrra á fullan rétt á sér.

Haraldur Hansson, 18.8.2010 kl. 00:42

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það útskýrir kjör bankastjóra fyrir nokkrum árum.

Axel Þór Kolbeinsson, 18.8.2010 kl. 08:33

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel Þór. Þetta er hárrétt hjá þér.

Meðan peningum er áfram mokað í glæpamenn er ekki til neins að sýna þolinmæði og samstarf með því að svelta sig og sína fyrir spillingar-dómara-yfirlögreglu Íslands. Sem er sú siðspilltasta og siðblindasta á byggðu bóli þessarar veralaldar!!! Siðmenntað samfélag er greinilega ekki til í þeirra orðabók. Þeirra stétt er ekki komin á það þroskastig?

Nú er svo sannarlega kominn tími til að skipta um í dómara-lögreglu brúnni og þótt fyrr hefði verið! En spurning hvernig á að svæla þá út?

Ég sé engan mun á H-englunum og D-englunum (dómara)? D-englar eru eiginlega verri því þeir gefa sig út fyrir að vinna að réttlæti á Íslandi ? FRÍMÚRARA-GLÆPA-DÓMARAR Í LÖGREGLU-RÍKI!

Sjálfsagt ekki allir dómarar, en greinilega of margir!!! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.8.2010 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband