. - Hausmynd

.

Þjóðernishyggja og annarskonar hyggja

DV veltir sér mikið upp úr litlum hóp sem boðar kynþáttahyggju og daðrar við aðskilnaðarhugmyndir.  Þetta fólk kallar sig þjóðernissinna og blaðamenn og almenningur taka undir.  Hinsvegar er þetta mesti misskilningur þar sem hin raunverulega þjóðernishyggja kemur litarhafti, menningu og þjóðerni lítið við.

Þjóðernishyggja, eða þjóðhyggja eins og stefnan ætti frekar að vera kölluð, snýst um sjálfsákvörðunarvald almennings.  Fólkið vildi ekki lengur láta aðalinn í sínu landi, eða jafnvel fjarlægu landi, hafa nánast alræðisvald á meðan það fékk ekkert að segja um sín eigin mál.

Fyrstu og sennilega þekktustu dæmi þjóðernisbyltinga, sjálfstæðisstríð Bandaríkjanna og fyrsta bylting Frakklands koma upp úr þessum farvegi þjóðernishyggju.  Almenningur hafði fengið nóg og ákvað að betra væri ef þau stjórnuðu sér sjálf og stofnuðu fyrstu nútíma lýðveldin.

Það sem flækir svo málin er hugmyndin eða skilgreiningin á hvað er þjóð.  Það er eitthvað sem getur verið snúið, en á endanum er það hópur fólks sem vegna landfræðilegrar, menningarlegrar og sögulegrar ástæðna kýs að búa saman í einu ríki.  Innan þessa ríkis eru oftast margir mismunandi hópar fólks sem við köllum þjóðarbrot.  Þegar þessi brot telja hagsmunum sínum betur komið við að stjórna sínum málum sjálf má segja að ný þjóð fæðist.

Eitthvað gæti þetta vafist fyrir fólki hér á Íslandi sem er svo lánsamt að hafa ekki þurft að nota nema eina skilgreiningu til að geta sammælst um það að vera þjóð í eigin ríki, en það er landfræðileg einangrun okkar.  Vissulega skemmir ekki fyrir að við höfðum öll nokkurn vegin sama tungumál og menningarlegan bakgrunn á þeim tíma sem við fengum okkar sjálfræði aftur, en það kemur til vegna einangrunar okkar.

En ég læt hér staðar numið og hvet fólk til að kynna sér hvað þjóðernishyggja er áður en það heldur áfram að sverta saklausa hugmyndafræði með að tengja hana við kynþáttahyggju og útlendingahatur.

Hér er ágætis byrjun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband