. - Hausmynd

.

Uppgjöf almennings?

Þær eru undarlegar niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem var gerð þann 19. þessa mánaðar ef þær eru skoðaðar saman.  Fyrst fengum við að sjá fylgi flokkana þar sem hátt í helmingur tók enga afstöðu.  Í gær voru birtar niðurstöður varðandi afstöðu fólks til inngönguferlisins í ESB og nú í dag um Icesave.

Þar er eins og stór hluti almennings hafi misst alla trú á stjórnmálum (skiljanlega), og vilji helst bara losna frá þessum tveim leiðinlegu stóru málum á hvaða hátt sem er.

En einhvernvegin fæ ég það á tilfinninguna að aðferðafræði Fréttablaðsins sé ekki nægilega góð, því mér finnst þessar þrjár niðurstöður ekki passa saman.  Ef þetta hefði komið úr sitt hverri könnuninni hefði ég getað tekið þessu trúanlega, en ekki úr sama úrtaki.

Svo getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér.


mbl.is Meirihluti vill samþykkja Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég held þú hafir rétt fyrir þér Axel. Aðferðafræði blaðsins er dregin í efa. Enda yfirlýst eigendastefna að Ísland gangi í ESB annars vegar og að rannsókn á hruninu verði hætt hins vegar. Niðurstöður þessara tveggja kannana eru í þessum anda

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.1.2011 kl. 10:05

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Afsakaðu að ég svari ekki fyrr Jóhannes, en ég var með tvo nema í starfsnámi í dag, og svo sprakk ég úr hlátri um fjögurleitið og er fyrst almennilega að ná mér núna. 

Ég hef einmitt tekið eftir ákveðnum skekkjum í könnunum Fréttablaðsins þegar þeir mæla fylgi flokkana á landsvísu sem sker sig nokkuð frá könnunum Capacent og svo niðurstöðum kosninga.  Í könnunum blaðsins er fylgi Framsóknarflokks vanmetið og fylgi VG ofmetið.  Hversvegna það er veit ég ekki en hef talið það ágætis þumalputtareglu að taka 1 - 2 prósentustig af VG og færa yfir á Framsókn.

Hvort það útskýri þessar niðurstöður fyllilega, eða hvort almennur leiði hafi áhrif líka verður svo tíminn að leiða í ljós.

Axel Þór Kolbeinsson, 25.1.2011 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband