. - Hausmynd

.

Þeim sem brotið var á

Vissulega er hægt að segja að á rétti allra kjósenda og frambjóðenda hafi verið brotið, en tveir hópar eru það svo sannarlega sem á var brotið í framkvæmd kosningana þótt þeir hafi ekki kært.

1.  Blindir og sjónskertir.  Eins og Arnþór Helgason og talsmenn Blindrafélagsins bentu á voru annmarkar á framkvæmd kosningana varðandi hvernig fólk sem sér illa eða ekki gæti kosið í einrúmi.  Upphaflegar reglur kváðu á um að sjónskertir mættu taka með sér aðstoðarmann en að auki þyrfti fulltrúi kjörstjórnar að vera vitni að hvað kjósandinn skrifaði eða fengi skrifað á kjörseðilinn.  Á endanum var gerð léleg málamiðlun á þann veg að enginn fulltrúi kjörstjórnar þyrfti að vera viðstaddur, en sjónskertir áttu samt í erfiðleikum með að kjósa án aðstoðar.

2.  Sjómenn.  Dómsmálaráðuneytið hafði ekki látið útbúa kjörgögn sem skipstjórar hefðu getað fengið úthlutað hjá sýslumanni áður en haldið var úr höfn líkt og skylt er samkvæmt almennum kosningalögum.  Nú lágu ekki fyrir hverjir frambjóðendur voru áður en mörg skip héldu til útilegu, en hægt hefði verið að útbúa kjörseðla og önnur kjörgögn hefði verið hægt að nálgast rafrænt og skipstjóra heimilað að senda myndir af kjörseðlum til landskjörstjórnar.

Af þessu ofantöldu má sjá að brotið var á rétti ákveðinna hópa í samfélagi okkar, eða í það minnsta gengið á þeirra rétt þótt þeir hafi ekki kært framkvæmd kosningana.


mbl.is „Brotið á mínum rétti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Axel Þór; æfinlega !

Nákvæmlega; á þessa tvo þætti, í þessum ruglanda, bendir þú réttilega, Axel.

Blindir - sjómenn; auk fjölda annarra, og þeirra viðhorf og hagsmunir, voru ekkert að þvælast, fyrir Guðrúnu Pétursdóttur, og hennar slekti, í aðdraganda kosninga þessarra.

Fyrir nú utan það; að væri nú einhver döngun í Íslendingum, væru nú komnir Túnískir og Egypskir ráðgjafar, í mótmæla aðgerðum, auk Grískra og Thaílenzkra jafnvel - eins; og málum háttar, hér heima fyrir, fornvinur góður.

En; alltaf, er Gufufjörður tiltækur, fyrir þá, sem ekki leggja í of mikið rask, suður við Austurvöll, í Reykjavík, svo sem.

Með beztu kveðjum; í suð- vesturbæinn /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason 25.1.2011 kl. 22:40

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Búinn að lesa dóminn.

http://www.haestirettur.is/control/index?pid=1109

Klárlega sönnuð brot á lögum, svo ekki kom til greina önnur niðurstaða.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.1.2011 kl. 00:11

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Góðan daginn.

Rétt er það hjá þér Óskar að hægt væri að senda gufurnar í Gufufjörðinn, en hann er of góður fyrir þær.  Við skulum sjá til svo hvernig þróunin verður næstu misserin hvort N-Afríska veikin smitist áfram hingað norður.

Dómurinn er vel rökstuddur Einar Björn það er rétt, og lítið hægt út á hann að setja.  Hinsvegar þótti mér leiðinlegt að sjá það haft eftir Innanríkisráðherra, sem fékk í ráðuneyti sitt kvartanir þessara tveggja hópa sem ég tiltek, að ekki hefði verið brotið á rétti fólks þótt framkvæmdin hefði ekki verið í lagi.  Þótt að fólk horfi í gegn um fingur sér er ekki þar með sagt að ekki sé á þeim brotið eða í það minnsta gengið á réttindi þeirra.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.1.2011 kl. 09:14

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mér finnst í þessu birtast ákveðin vanvirðing með lögum, sem virðist landlæg og ekki eingöngu einskorast við fólk í viðskiptum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.1.2011 kl. 11:49

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Alþingi virðir ekki einu sinni núverandi stjórnarskrá eins og sést greinilega með ESB aðildaferlinu en eitt gott sáum við þó í þessum misheppnuðu stjórnlagaþingskosningum, að yfir 500 manns eru tilbúin í pólitík

Axel ég ætla að fá að skellla blogginu mínu frá í dag í svar hjá þér 

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.1.2011 kl. 15:23

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ekki banna ég þér það Guðrún, enda er á þessari síðu 100% ritfrelsi.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.1.2011 kl. 15:25

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hinn sanni tilgangur stjórnlagaþings var og er að svipta Ísland fullveldi sínu til þess að ESB aðlögunin geti haldið áfram.

Þess vegna væri rétt að efna núna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að þjóðin vilji halda aðildarferlinu áfram eða ekki, ef þjóðin segir nei við ESB þá þurfum við ekkert stjórnlagaþing. Við þurfum þá ekki að leggja gríðarlega fjármuni í fyrirhugaða kynningu á ESB eða  í  stjórnalagaþingið.  Þá væri hægt að nýta þessa peninga sem sparast í skóla og heilbrigðiskerfið, væntanlega væri þá hægt að endurráða heilbrigðisstarfsfólk sem misst hefur vinnuna,  og viðhalda tónlistarskólakennslu á Íslandi fyrir alla, en núna stendur til að ráðast að tónlistarskólunum með niðurskurðarhnífinn.

Nú segir kannski einhver: Hvað með auðlindarmálin sem stjórnlagaþingið átti að fjalla um? Jú hvað með þau spyr ég? Er ekki vel hægt að tryggja auðlindirnar í eigu þjóðarinnar í gegnum alþingi? Yrði það ekki eitt stærsta kosningamálið í næstu alþingiskosningum? 

Eitt jákvætt sá ég við framboð stjórnlagaþings og það var að yfir 500 manns voru tilbúin til að setjast á stjórnlagaþing, skyldu þau ekki vera tilbúin til að taka þátt í alþingiskosningum ef ekkert verður af stjórnlagaþingi

fyrirgefðu Axel ég næ ekki að minnka leturstærðina

Guðrún Sæmundsdóttir, 26.1.2011 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband