. - Hausmynd

.

Epli og appelsínur

Það er eins og að bera saman epli og appelsínur að ætla að bera saman niðurstöður skoðanakannana tveggja mismunandi fyrirtækja.  Vissulega eiga epli og appelsínur meira sameiginlegt en ekki, en til þess að fá réttan samanburð er rétt að bera saman tvö epli eða tvær appelsínur.

Þessvegna er réttara að bera saman núverandi skoðanakönnun Capacent við þá síðustu sem sama fyrirtæki gerði um sama málefni.

9. mars birtust í fjölmiðlum niðurstöður kannanar sem Capacent gerði um hvað fólk hefði í hyggju að kjósa í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.  Í þeirri skoðanakönnun kom fram að 63% ætluðu sér að kjósa með lögunum, 34% á móti og 3% að skila auðu.  Ef svörin í þeirri skoðanakönnun sem Áfram lét gera eru borin saman við kemur eftirfarandi fram:

capacent.png

Stuðningur við Icesave-lögin hefur minnkað úr 63% niður í 55% og andstaðan hefur aukist úr 34% í 43,2%.  Glöggir lesendur taka líklega eftir spurningamerkinu við liðnum vika 7, en það er vegna þess að ég er ekki viss hvenær nákvæmlega þessi spurning er spurð í þjóðarpúlsinum.  Vika 7-8 er á réttu róli.  Vikur 9 og 11 koma fram í því skjali sem Áfram hópurinn dreifði.

Ég tek s.s. saman þá sem ætla örugglega og líklega að segja já/nei og hef þá sem ætla að skila auðu sér og útiloka óákveðna þar sem sú tala kemur ekki fram í þjóðarpúlsinum.

 

Ekki gleyma því svo að það er ekkert mál fyrir hvern sem er að ljúga með tölum.  Farið og reiknið þetta sjálf.


mbl.is 56% segja ætla að styðja lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Che

Ég veit ekki hvort þú hafir tekið eftir því, Axel, en efni í hægri dálki liggur ofan á litaskýringunum. Það er ekki hægt að sjá hvaða litur á við hvaða viku, því síður spurningarmerkinu. Gætirðu frætt um það? Ég get þó séð út frá færslu þinni og grafinu, að bláa súlan á við 9. marz, sem var í viku 10. Þá get ég gizkað á, að gula súlurnar eiga við síðustu könnun, sennilega gerð í viku 11, en á þá rauða súlan við viku 7? Eller hur?

Che, 25.3.2011 kl. 22:45

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sorrý.  Blá súlan er vika 7?, rauða vika 9 og sú gula vika 11.  Þú getur séð myndina í fullri stærð með að smella á hana.

Axel Þór Kolbeinsson, 25.3.2011 kl. 22:49

3 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Athugið að svarhlutfallið í nýju könnuninni er 62,2%.

Þórður Björn Sigurðsson, 26.3.2011 kl. 00:52

4 Smámynd: Che

"Þú getur séð myndina í fullri stærð með að smella á hana."

Já. ég fattaði það ekki. Enda er föstudagskvöld.

Che, 26.3.2011 kl. 01:54

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta eru landráð sagði ég af þingpöllum 23.12.2009 skoðun mín hefur frekar harðnað hvað það varðar því að æ fleiri landráðamenn eru að koma fram undir merkjum flokksmafíunnar og ætla að fylgja henni í dauðann!

Sigurður Haraldsson, 26.3.2011 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband