13.9.2011 | 09:19
Hver ætti að vera hræddur?
Ég eins og margir aðrir hefði viljað sjá þjóðaratkvæði áður en aðildarumsóknin var send inn. Ef það hefði verið gert hefði mátt koma í veg fyrir þær deilur sem eru til staðar núna. Ef þjóðin hefði kosið Já, sendum inn aðildarumsókn þá væri það bara þannig. Þá hefðu ráðamenn skýrt umboð frá þjóðinni um að hún óskaði eftir því að gerast aðilli að ESB.
Það ætti hinsvegar að hræða Össur hve mikil andstaða er við mögulega aðild. (Sjá skoðanakannanir SI)
Fræðslan sem almenningur hefur fengið um möguleg áhrif ESB-aðildar hefur ekki heldur verið nein. Það eina sem almenningur hefur fengið er áróður áhugamannafélaga beggja vegna. Eins og oftast er með áróður er litlu sem engu logið, en ekki endilega sagður allur sannleikurinn.
Það fyrsta sem hefði mátt gera hefði verið að útskýra hvað aðild að ESB fæli í sér og hverjar yrðu helstu breytingar. Þá væri miðað við að engar undanþágur fengust frá reglum ESB, undanþágur hljóta alltaf að vera bónus. Í öðru lagi hefði mátt fara yfir sögu ESB, hugmyndafræðina sem sambandið er stofnað upp úr og svo framvegis. Ég er ekki að segja að þetta hefði átt að gera sumarið 2009 í stað þess að sækja um aðild, þetta hefði mátt byrja strax um eða fyrir aldamót þegar "umræðan" um Evrópusambandsaðild eða ekki var farin af stað hjá áhugamannafélögunum.
En nei. Í stað þess að ræða málin fyrst var farið beint í hanaslag og ryki þyrlað í augu almennings. Það boðað að engin leið væri að vita hvað fælist í aðild án þess að óska eftir þeirri aðild, bent á hin og þessi vandamál hér á landi sem aðild að ESB ætti að leysa en ekkert gert til þess að reyna að leysa þau á eigin spýtur.
Persónulega er ég ekkert hræddur við það að Össur hlaupi áfram eins og þrífættur sjómaður á leiðinni heim, því það er nær öruggt að aðild að ESB verði felld þegar þar að kemur ef haldið verður áfram eins og hefur verið gert. Mér þætti það hinsvegar skynsamlegra að leggja þetta mál til hliðar í stutta stund svo hægt væri að nýta fjármagn og vinnustundir í verkefni sem eru jafnvel brýnni en að bera saman lög og reglur Íslands og ESB til að sjá hvaða lögum og reglum við þyrftum að breyta ef í "augnabliks geðveiki" þjóðin myndi samþykkja aðild.
Össur: Andstæðingar ESB hræddir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy
Athugasemdir
Ef og hefði er alltaf hægt að segja. Hef sjálfur fylgst með Evrópu-umræðunni frá 1972 og oft hefur verið tækifæri til að hugsa sig um. Já, það er auðvelt að vera gáfaður eftirá. Nú stöndum við bara frammi fyrir því að búið er að sækja um. "Skynsamlega" undirskriftasöfnunin hjá ykkur er að mistakast. Tími slíkra undirskriftasafnana er liðinn. Þjóðaratkvæðagreiðslur taka sennilega við og þýðingarlaust er um úrslit þeirra að deila. Hvenær á að halda þær verður samt deilt um.
Sæmundur Bjarnason, 13.9.2011 kl. 10:01
Undirskriftasöfnun mistekst aldrei, það er bara mismunandi hversu margir skrifa undir
Axel Þór Kolbeinsson, 13.9.2011 kl. 10:06
Stuðningsmenn inngöngu í Evrópusambandið söfnuðu undirskriftum frá byrjun marz 2009 og fram að kosningunum um vorið og náðu rúmlega 12.000 undirskriftum. Umfangsmikil auglýsingaherferð fylgdi með fjölmörgum heilsíðuauglýsingum í dagblöðum og öðru slíku. Undirskriftasöfnunin hélt áfram eftir kosningar og þegar umsóknin var send í lok júlí voru þær aðeins orðnar um 15.000.
Veit ekki betur en að Axel og félagar séu þegar á um viku komnir með um þriðjung þeirra undirskrifta sem Evrópusambandssinnar höfðu náð að safna fyrir kosningarnar 2009 á meira en einum og hálfum mánuði. Það er ekki slæmur árangur.
Hjörtur J. Guðmundsson, 13.9.2011 kl. 11:16
Hjörtur, það er alltaf hægt að halda einhverju svona fram. Ekki er samt hægt að stjórna neinu með skoðanakönnunum eða undirskriftasöfnunum. Bara hægt að fá einhverja hugmynd um hvernig landið liggur.
Sæmundur Bjarnason, 13.9.2011 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.