. - Hausmynd

.

Haldið í stólana

Auðvitað vil Jóhanna ekki frekar en flestir aðrir sem eiga sæti á þingi að kosningar verði í bráð, þar sem fyrirséð er að núverandi stjórnarflokkar myndu missa helming sæta sinna í hendur nýjum framboðum, og stjórnarandstaðan svipað.

Fylgisfólk Samfylkingarinnar hefur heldur enga löngun til að sjá flokkinn sinn og hugmyndafræði sína rassskellta í kosningum.

En hún og aðrir mega hafa það bak við eyrað hvernig ástandið varð í janúar 2009 og ímynda sér hvort það gæti orðið verra...

 

P.s.  Takið þátt í skoðanakönnun hér til hægri.  ->


mbl.is Kosningar ekki heppilegar nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sástu hana í kastljósinu í kvöld þar sem henni tókst á undraverðan hátt að svara ekki spurningum áhorfenda og fékk Sigmar til að hafa sig hægan með því að tala bara nógu mikið þegar hann ætlaði eitthvað að reyna benda á hvað fólk væri að spyrja um raunverulega. Svo álítur hún xD og xB einu kappinautana um stjórnartaumana miðað við hvað hún sagði um aðra valkosti.

Sigurður Freyr Egilsson 29.9.2011 kl. 21:35

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég verð bara að segja eins og er að ég hafði ekki geð í mér til að horfa á hana.

Líklegast verða 2 - 5 framboð fyrir utan fjórflokkinn í boði við næstu kosningar þannig að fólk ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og einangrað gömlu flokkana ef vilji er til.

Axel Þór Kolbeinsson, 29.9.2011 kl. 21:42

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sama hér. Ég vissi ekki einu sinni af því fyrr en rétt áður en hún byrjaði. Ég hafði ekki geð í mér til að hlusta eða horfa.

Dálítið fyndið hér skoðanakönnun þín að Fullveldssinnar fengju 19,0% en Samfylkingin aðeins 6,8%

Guðni Karl Harðarson, 29.9.2011 kl. 23:53

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Guð forði okkur frá því að Sjáfstæðið nái aftur völdum og það er reyndar það eina sem heldur lífi í stjórninni hræðslan við það!

Sigurður Haraldsson, 30.9.2011 kl. 00:39

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það væri óskandi Guðni að Samtök fullveldissinna mældust svona vel í öðrum skoðanakönnunum.  En ætli þessi skoðanakönnun sýni ekki aðallega það að stuðningsfólk Samfylkingarinnar forðist það að lesa bloggið mitt.

Veistu Sigurður, ég held að það hefði verið betra að hafa Sjálfsstæðisflokkinn í stjórn því hann hefði aldrei komist upp með endurtekningu einkavæðingar og að spýta milljörðum inn í gjaldþrota fyrirtæki.  Ef Sjálfsstæðisflokkurinn hefði verið í stjórn í stað vg og verið nákvæmlega eins og ráðherrar vg þá værum við búnir að sjá (blóðuga) byltingu nú þegar.

Axel Þór Kolbeinsson, 30.9.2011 kl. 08:15

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég vissi það vel Axel. Ég var bara að grýnast með þetta

 Sigurður. VG og Samfylkingin hafa það í bakhöndinni að stjórnarandstaðan vill ekki í reyndinni fá kosningar núna. Ástæðan er sú að skoðanakannanir sýna jafnmikla anstöðu við stjórnarandstöðu og ríkistjórn.

Þjóðin er greynilega að sýna að hún er búin að fá nóg af stjórnmálamönnum og vill nýjungar.

Guðni Karl Harðarson, 30.9.2011 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband