. - Hausmynd

.

Fundur í gær

Samtök Fullveldissinna héldu opinn spjallfund í gærkvöldi og mættu til okkar tveir alþingismenn, þeir Ásmundur Einar Daðason, VG og Pétur Böndal, Sjálfstæðisflokki.  Fundurinn sjálfur var vel mættur miðað við með hve skömmum fyrirvara boðað var til hans.

Rætt var um mögulega aðildarumsókn Ríkisstjórnar að ESB og Icesave samningana.  Voru fundarmenn sammála um það að fólk ætti að taka sig til og hafa samband við sem flesta alþingismenn, helst í eigin persónu en í síma eða tölvupósti annars, og gera þeim grein fyrir sinni afstöðu sem kjósenda.  Jafnframt var minnst á að auka fjölda fólks á Austurvelli í friðsömum mótmælum og fjölmenna á þingpalla.

Ég mun sjálfur vera við og í þinghúsinu næstu þrjá daga frá klukkan 14:00 - 17:00 ef einhverjir vilja slást í hópinn.  Ef einhver vill hittast fyrr þá verð ég á Súfistanum við Lækjargötu frá 13:30 - 14:00 klæddur í svartan leðurjakka og með íslenska fánann í hendi.

Hér er listi yfir alþingismenn og netföng og símanúmer þeirra.


mbl.is Vonast til að ESB-mál verði leitt til lykta á Alþingi í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll, ef þú ert ekki búinn, að kynna þér innihald, þessarar skýrslu, þá hvet ég þig til, að lesa hana yfir:

"Directorate General for Economic Affairs: : Quarterly Report"

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.7.2009 kl. 19:07

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Einar.  Ég var reyndar ekki búinn að lesa þessa skýrslu sjálfur, en er búinn að heyra af henni.

Ef við gefum okkur það að evrusvæðið lendi í "týndum áratug" og þurfi jafnvel að berjast við verðhjöðnun þar ofaná þá er þeim vorkunn, og okkur líka ef við samþykkjum að fara þarna inn ásamt því að borga Icesave.  Ég er ekki viss um að ég vilji hugsa þá hugsun til enda.

En ég mun reyna að gefa mér tíma til að lesa þessa skýrslu þótt það verði líklega ekki fyrr en um eða eftir helgi.  Núna fer mestur minn tími í að tala við þingmenn og skipuleggja ýmsa atburði.

Axel Þór Kolbeinsson, 13.7.2009 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband