18.7.2009 | 16:38
Alvarlegur rógburður, sögufölsun og ritskoðun hjá bloggara
Hér fer á eftir sú færsla, og ætla ég að reyna að leiðrétta alvarlegustu rangfærslunar hér.
Flokkur á stærð við Borgarahreyfinguna gegn aðild Íslands að ESB
Christlich-Soziale Union starfa einungis í Bayern og fengu í síðustu þingkosningum 7,4% atkvæða eins og Borgarahreyfingin fékk hér [kannski 7,4% á landsvísu, en Bæjaralandi, sem er eina ríkið sem CSU starfar í fékk hann 43% atkvæða í kosningunum í fyrra, sem eru hans verstu úrslit síðan 1954]. Flokkurinn er systurflokkur Christlich Demokratische Union Deutschlands og starfar með honum en CDU þykir ekki mikið til skoðana CSU á ESB koma.
CSU á aðeins tvo menn á Evrópuþingi [8 fulltrúa á Evrópuþinginu] eða jafn mikið og fasistaflokkurinn British National Party. Sjálfsagt er BNP algjörlega sammála CSU í þessu máli en ég efast stórlega um að flokkurinn fái stuðning annars staðar að en frá hægri-öfga öflum. [CSU er mið-hægri flokkur, má segja á svipuðum slóðum og Samfylking, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur. Hér eru flokkarnir sem CSU vinnur með á Evrópuþinginu]
Samkvæmt frétt Süddeutsche Zeitung segir Markus Ferber leiðtogi CSU á Evrópuþinginu að ESB muni ekki geta bjargað Íslandi úr efnahagskreppunni og vill fremur ræða uppbyggingu ESB áður en fleiri löndum verði boðið inn ef frá er skilin Króatía.
Nú er í gangi stækkunarferli hjá ESB og er það stefna sambandsins að hægja á stækkun eftir inngöngu Íslands en ekki áður. Ferber vill aftur á móti að ESB brjóti gefin loforð til okkar og svíki þar með stefnu sína um heiðarlega pólitík sem sambandið hefur haft í heiðri allt frá stofnun þess. Ferber talar um að Króatía sé á undan Íslandi í goggunarröðinni og eigi að sleppa inn áður en aðlögunarferli stækkunar hefst. Þetta er þó alröng fullyrðing og forkastanlega röng enda er Ísland eina landið sem hefur verið lofað inngöngu áður en stækkun á sér stað. [Ég man ekki til þess að Íslandi hafi verið lofað inngöngu. Ísland fer í gegnum sama ferli og öll önnur lönd.]
Króatía á hins vegar nokkuð í land með að ganga í ESB enda er almenningur þar illa uppfræddur um sambandið og andstaða þar við ESB hvergi meiri. Engin umsókn hefur enn borist frá Króatíu [Króatía sótti um 23. febrúar árið 2003] og ólíklegt að svo verði í bráð.
Vafasamt er í þessum fréttaflutningi að minnast ekki á smæð CSU og andstöðu CDU við stefnu CSU í Evrópumálum. Nema auðvitað ef menn telja að flokkur á stærð við Borgarahreyfinguna hafi mikil ítök í Þýskum stjórnmálum.
----
Ég reyndi að svara höfundi þessarar færslu á kurteislegan hátt, en honum var ekki vel við það og eyddi svarinu nánast strax og hefur síðan meinað mér að skrifa athugasemdir:
CSU fékk reyndar 43% atkvæða í fylkiskosningunum í fyrra sem var versta niðurstaða þeirra síðan 1954. CSU er mið-hægri flokkur, en ekki öfgaflokkur.
http://en.wikipedia.org/wiki/Bavaria_state_election,_2008
Axel Þór Kolbeinsson, 18.7.2009 kl. 16:13
Andsnúnir inngöngu Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:00 | Facebook
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy
Athugasemdir
Þessi aðili lokaði á mig líka og eyddi út athugasemd mína.
Þess utan er CDU á sömu línu og CSU í þessum efnum. Þ.e. þeir eru andvígir frekari stækkun Evrópusambandsins a.m.k. að svo stöddu, sbr. þetta. Á Rúv.is í dag segir að eitt stefnumála í sameiginlegu framboði flokkanna í kosningum í haust sé að vinna bak við tjöldin gegn því að fleiri ríki fái inngöngu í sambandið.
Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 17:06
Ég legg til að aðrir bloggarar taki sig til og kvarti undan þessari færslu þar sem hún er ekkert annað en grófur rógburður í pólitískum tilgangi, og sá sem verður fyrir rógburðinum getur ekki svarað fyrir sig.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.7.2009 kl. 17:10
Vertu úti Jón Frímann.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.7.2009 kl. 17:23
Jón Frímann, enginn að væla hér enda engin ástæða til.
Hjörtur J. Guðmundsson, 18.7.2009 kl. 17:25
Nei þeyr geta ekki sætt sig við að til séu menn sem ætla eð berjast á móti draumum þeirra, við sem höfum aðra skoðun á ESB erum kölluð öfgamenn andlýðræðisleg og fleira má nefna til, en þessi umæli dæma sig að sjálfsögðu sjálf og sama er um þessa framkomu Axel. Nú er bara að þjappa sér bak við Heimssýn og fara að vinna í hlutunum. Hvað er annars að frétta af Heimssýn á suðurlandi.
Rafn Gíslason, 18.7.2009 kl. 18:14
Því miður er rólegt hjá Heimssýn á Suðurlandi Rafn. Þeir stjórnarmenn sem áttu að boða stjórnarfund hafa ekki gert það ennþá. Hinsvegar er allt á fullu hjá okkur í Samtökum Fullveldissinna. Miðað við stöðuna í dag þá verðum við tilbúin til að taka þátt í næstu kosningum, hvenær sem þær verða, og berjast fyrir fullveldi þjóðarinnar á öllum sviðum.
Sæl Dóra. Mér finnst þetta jaðra við sögufalsanir Dolla litla á meðan hann var á lífi.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.7.2009 kl. 18:20
Það vita það allir, sem þekkt hafa til þýzkra stjórnmála, að CSU hefur til langs tíma verið stóri flokkurinn í Bayern, flokkur Franz-Josef heitins Strauß og e.k. systurflokkur Kristilegra demókrata í öðrum Länder Þýzkalands. Leitt að sjá svona vísvitandi falsanir eins og þessum bloggara, sem heitir hvað?!
Jón Valur Jensson, 18.7.2009 kl. 18:34
Sæll Jón Valur. Í fyrirsögn blogggreinar þessa tiltekna einstaklings er hlekkur á síðu hans. Ég vil ekki óhreinka síðuna mína með nafni hans.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.7.2009 kl. 18:36
Axel, ég er búinn að skoða þetta og setja inn eins stutta aths. og mér var unnt. Nú er að sjá, hvort hann þurrkar hana út líka. Hún er raunar þannig:
Bayern er nánast aldrei kallað hér Bavaría nema hjá illa upplýstum fréttamönnum. Bæjaraland er íslenzka nafnið. Svo vita allir, sem hafa snefil af þekkingu á þýzkum stjórnmálum, að CSU hefur til langs tíma verið stóri flokkurinn í Bayern, flokkur Franz-Josef heitins Strauß og e.k. systurflokkur Kristilegra demókrata í öðrum Länder Þýzkalands. Annað er það nú ekki, sem ég voga mér að segja hér.
Jón Valur Jensson, 18.7.2009 kl. 18:39
Jón Valur Jensson, 18.7.2009 kl. 18:44
Hvað er þetta sem ég sé hér .. Jón Frímann í skítkasti ?.. nei getur ekki verið, Jón Frímann ritgerðarsnillingurinn með allar sínar málefnalegu varnir á hreinu farinn í skítkast .. merkilegt, þessi færsla hefur greinilega hitt á veikan punkt hjá þér
Jóhannes H. Laxdal, 18.7.2009 kl. 18:51
20 mínútur og Jón Valur var dottinn út með sitt hófsama innlegg.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.7.2009 kl. 19:03
Sæll Jóhannes. Já því miður hefur Jón Frímann marga veika punkta þegar kemur að einhverju sem snertir Evrópusambandi beint eða óbeint.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.7.2009 kl. 19:05
Sæll félagi Axel. Bloggaði um sama hlut í dag. Jú þetta ESB-trúboð er að fara á
taugum. Þótt það hafi getað svínbeygt kommúnistanna í Vinstri grænum, MUNU
ÞEIR ALDREI TAKAST AÐ BEYGJA ÍSLENZKA ÞJÓÐ! Það er það sem þeir vita!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.7.2009 kl. 19:37
Forvitninnar vegna fór ég að skoða þessa umræddu bloggsíðu, bara núna rétt áðan. En þar er hreint ekki spennandi umræða - eiginlega bara eintal. Ein athugasemd frá góðkunningja okkar Frímanni og önnur frá einhverjum Einari.
Maðurinn hefur ekki uppgötvað takkann sem segir "engar athugasemdir hér takk fyrir"
Kolbrún Hilmars, 18.7.2009 kl. 20:48
Sæl Guðmundur og Kolbrún. Við eigum því miður eftir að sjá mun meira af þessháttar rangfærslum og öðrum áróðri. Nóg var það fyrir, en á næstu mánuðum mun það margfaldast.
Ég hitti einmitt Dag Seierstad í gær og hann sagði mér af reynslu sinni af því hvernig áróðurinn jókst eftir að inngönguferli Norðmanna hófst. Hann vildi reyndar meina að næstu mánuðir ættu að vera rólegir en þegar kæmi fram á haustið færi allt af stað.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.7.2009 kl. 20:56
Jú, jú, hann er búinn að þurrka út mitt innlegg þessi Kjarri.
Sá nokkur eitthvað óviðurkvæmilegt í því? Hann er alveg makalaus!
Jón Valur Jensson, 18.7.2009 kl. 21:12
Með hófsömustu athugasemdum þínum Jón Valur. Annars fór ég að skoða þessa bloggsíðu betur og tók eftir að hann byrjaði að spýja út áróðri og rangfærslum um leið og búið var að samþykkja þingsályktunartillöguna síðasta fimmtudag.
Axel Þór Kolbeinsson, 18.7.2009 kl. 21:33
Og þarf ég að nokkuð að segja að hann þurrkaði mitt út líka.
Elle_, 19.7.2009 kl. 01:27
Kemur mér ekki á óvart EE elle. Ég sá líka Harald Baldursson setja þarna inn athugasemd og stuttu seinna fjarlægð. Líklegast er þessi aðilli að sía út alla þá sem verða ekki jámenn á síðunni hanns svo hann geti haldið áfram með sína fréttafölsun og áróður.
Axel Þór Kolbeinsson, 19.7.2009 kl. 09:57
Já, það var að vísu daginn á undan sem ég skrifaði það, það sama og ég var að tala um í síðu Sigurðar Þorsteinssonsar. Mun ekki fara aftur inn í síðu Páls og hans þessa manns, sem ég nefni ekki tll að sverta ekki bloggið þitt.
Elle_, 19.7.2009 kl. 10:27
Takk fyrir það EE elle. Páll er ágætur inn við beinið. Hann setur upp kraftmiklar staðhæfingar til þess að stuða fólk, og hefur ranga skoðun, en ágætur samt. Allaveganna hef ég gaman af honum.
Axel Þór Kolbeinsson, 19.7.2009 kl. 10:34
Ég sendi inn kurteislega orðaða athugasemd hjá Kjartani Jónssyni bloggara (þekki hann að öðru leiti ekki)....ég benti eingöngu á að CSU væri ekki öfgaflokkur og að CDU og CSU eru systur flokkar sem ekki bjóða fram gegn hvorir öðrum (CSU bara í Bayern, CDU í öllum öðrum Bundeslöndum). Mannhelvítið hendir út öllu því sem honum ekki hentar og minni athugasemd líka. Ég er svo gríðarlega hissa á svona skoðana-harðstjórn, sérstaklega vegna afar hófstilltrar athugasemdar minnar. Ég hreinlega skil ekki svona fólk.
En eins og við var að búast er Jón Frímann eins og blóm í eggi hjá skoðanabróður sínum. Ef það er ekki tilefni til hláturs
Haraldur Baldursson, 19.7.2009 kl. 11:38
Ég sá einmitt athugasemdina þína í gærkvöldi Haraldur. Mér sýnist að hún hafi fengið að vera inni í 30 mínútur eða svo.
Hann brýtur líka skilmála blog.is með þessum rógburði.
Axel Þór Kolbeinsson, 19.7.2009 kl. 11:53
Orð til bloggara mbl.
Þegar ég fletti yfir athugasemðir og blog margra andstæðinga EBS og aðra sem eru það ekki, fæ ég tilfingu sem færi mér svona, um 25 ár aftur í tíma.
Samlandar eru sundraðir og er það einn af tækifarinu ykkar að koma sem á tilfiningu hvernig Jugóslavía sprakk. Í Bosniu voru áður bara Bosniu mennir. Ekki var minnst um sérstaklega Bosniu Serba og svo Bosniu Króata og muslima. Alt í einu margir þar áttuðu síg á því að þeir eru í raun Serbar, muslimar sem Tyrkir skiluðu eftir og Króatar.
Þetta einmitt það sama gerist hér á landi í dag. Sorg því Íslendingar eru einn þjóð. Og en sorglegast að margir hverjir ráðamen vinna fyrir alt annað þjóð heldur sinn eigin.
Andrés.si, 19.7.2009 kl. 12:07
Ef þetta er hinn týpiski ESB-sinni þá erum við í vondum málum. Var að setja inn athugasemd hjá honum, býst við að henni verði eytt fljótlega.. svona til að hafa hana einhverstaðar þá pastea ég hana hérna líka :
Jóhannes H. Laxdal, 19.7.2009 kl. 12:59
Axel hvernig væri þá að segja blog.is frá hans rógburði. Þeir gætu þá amk. farið fram á að hann taki færsluna burt eða leyfi athugasemdir á hana
En, viðum þurfum svo sannarlega að vera á varðbergi! Nú mun skella á okkur holskefla af rógburði og rangfærslum.
Mér finnst flott af ykkur sem eruð vakandi og svarið þessu fólki. Haldið því áfram því svo sannarlega er þörf á að vera vakandi. Sjálfur mun ég svara ef/og þegar ég get
Guðni Karl Harðarson, 19.7.2009 kl. 13:04
Svo datt mér eitt í hug Hvernig væri að láta kallinn hafa nóg að gera? Eftir að hann er búinn að eyða athugasemd (eftir svona þessar venjulegu 30 mín) þá að koma aftur inn með sömu athugasemdina. Og jafnvel fleiri komi inn með nákvæmlega sömu athugasemd. Þannig 1. sést greinilega hverju við svörum og 2. hefur hann nóg við að gera að loka á öll nöfn sem svara bloggfærslunni hans og eyða út bloggfærslunum.
Við sjálf skulum passa okkur á að fara ekki í sama farveginn og fólk sem beitir svona aðferðum. Ég hef svona dálítið verið að skoða þessi mál með bloggsvör. Mér finnst oft svo vera að þeir sem komi inn með fíflalegar, árásar og rógburðar athugasemdir hafi mjög lítið til síns máls. Þeir eru ekki að skilja að þeir skemma fyrir sjálfum sér og þeirra málstað með heymsku sinni.
Föllum ekki í sama farveg!
Guðni Karl Harðarson, 19.7.2009 kl. 13:13
Það tók hann ekki langan tíma að henda út athugasemdinni minni og banna mér að skrifa fleiri.
Jóhannes H. Laxdal, 19.7.2009 kl. 13:33
Ef ég má nota tækifærið Ég er svo rosalega hugmyndaríkur
Mér datt í hug hvort við getum ekki unnið enn frekar saman þegar við erum að skrifa okkar eigin bloggfærslur. Tildæmis eins og einhverjar tilvísanir á okkar bloggsíður sem erum sama sinnis?!
Tildæmis:
hann Jón Valur hér var að skrifa um....................
hann Haraldur var að skrifa um..............lesa má grein hans hér
hann Guðmundur var að skrifa um.........lesa má grein hans hér
Að við öll sömul tökum okkur til við að setja svon tilvísanri á bloggin okkar.
Guðni Karl Harðarson, 19.7.2009 kl. 13:50
"Ef þetta er hinn týpiski ESB-sinni þá erum við í vondum málum."
Þetta er einmitt hinn týpiski ESB-sinni, því hef ég líka tekið eftir. Og ef maður vogar sér að setja fram málefnaleg rök gegn ESB-ályktuninni (t.d. vangaveltur um að þetta kunni að varða við lög um landráð og stjórnarskrá), þá er þeim umsvifalaust svarað með skítkasti af áður óþekktri stærðargráðu. Málefnafátækt aðildarsinna er svo gríðarleg, að þeir bregða nánast sjálfkrafa á það ráð að beita bolabrögðum.
Áróðursstríðið er hafið!
Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2009 kl. 14:03
Það sem rekur mann til að skrifa þetta, er þessi endalausa þreyta að sjá hann Jón Frímann með sitt takmarkalausa spamm á öllum bloggum.
Hér var garmurinn að verja ritskoðun, en fyrir þá sem ekki þekkja, þá hefur hann hætt skrifum á annars þann tilgangslausa vef, Málefnin, vegna ritskoðunarstefnu eigandans þar. Honum þykir ritskoðun svo slæm, að hann hefur alls hætt með dramalátum sjö sinnum. Reyndar hætti hann líka að blogga um síðustu áramót þegar MBL hætti að leyfa nafnlausum bloggurum að tengja við fréttir.
Ég verð að segja það, að ég er frekar ósáttur við að greiða manni örorkubætur með þeim hrikalegu afleiðingum að hann hefur endalausan tíma og getu til að blaðra tóma vitleysu á öllum bloggum.
Er ekki hægt að gera eitthvað í þessu?
Má ekki ráða drenginn í samninganefndina um ESB aðilid? Hann yrði flottur við hliðina á hinni afætunni, Svavari Gestssyni. Og jafn tilgangslaus.
Þreyttur 19.7.2009 kl. 14:27
Góður Þreyttur
Hinum svara ég seinna í dag. Er að fara að baka pönnukökur.
Axel Þór Kolbeinsson, 19.7.2009 kl. 14:52
Ég tel nú allt að því nauðsynlegt að við setjum allir tengla inn á þetta blog það er bloggið sem að þú ert að leiðrétta hér. Ég renndi yfir athugasemdirnar og tel að það sé nauðsinlegt að sem flestir lesi þær og það verði málstað okkar sem aðhyllumst fullveldi til mikils gagns.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.7.2009 kl. 17:08
Hvað er málið hérna eiginlega. Óskaplegur grátkór samankomun og hljóðin eigi fögur.
Og hvað - ætla andsinnar þá að ganga í CSU núna ?
Við aðildarsinna erum ekkert að eltast við smáfuglana og sérhópa einhverja. Við förum bara beint í stórmennin. Beint í dýrðina!
Steinmeier Sósíaldemókrati og utanríkisráðherra Germaníu: Ísland velkomið í hóp fullvalda lýðræðisríkja Evrópu:
http://www.zdf.de/
Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.7.2009 kl. 17:42
Skv. wikipedia get ég nú ekki séð annað en að þessi flokkur starfi á landsvísu sbr.
"The Christian Democratic Union of Germany (CDU; Christlich Demokratische Union Deutschlands) is a christian democratic and conservative political party in Germany."
Held hinsvegar að hann hafi bara náð einhverjum árangri í Bæjararlandi. EN það er furðulegt að einhver flokkur myndi sér skoðun án þess að kann málið. Minnir á ESB andstæðinga sem ætluðu að láta kjósa um hvort ætti að fara í samningaviðræður
Magnús Helgi Björgvinsson, 19.7.2009 kl. 18:29
Ómar, Ómar. Grátkórinn eruð þið hinir: Magnús Helgi sem grætur Evróputárum með Jóni Frímanni út um öll blogg. Og þú sjálfur. Hvar eru rökin ykkar Ómar?
Lisa 19.7.2009 kl. 18:57
CSU Magnús, ekki CDU. Lestu færsluna.
Jón Frímann: Engin ritskoðun hér, hefur aldrei verið og mun aldrei verða.
Annars er ég upptekinn og lít aftur inn seinna. Leikið ykkur vel saman.
Axel Þór Kolbeinsson, 19.7.2009 kl. 19:20
Ég vona að fólk hérna hafi vinnu. Ekki bloggiði allan daginn?
jonas 19.7.2009 kl. 22:07
Minnisvarði Jóns Frímann á netinu
Results 1 - 10 of about 2,270 for "jón frímann" +bull. (0.25 seconds)
Results 1 - 10 of about 981 for "jón frímann" +lygi. (0.46 seconds)
Undarlegt hve oft orðin "bull & lygi" koma fyrr þar sem Jón okkar Frímann ferðast á netinu.
Gunnar Rögnvaldsson, 19.7.2009 kl. 22:10
Þeir eru nokkrir bloggarar sem stunda svona og slíta athugasemdir úr samhengi eða henda þeim út sem þóknast þeim ekki.
Sævar Einarsson, 19.7.2009 kl. 22:59
Mér finnst umræðan vera á villigötum.
Það er búið að samþykkja umsóknarviðræður (því miður) svo það er ekki annað að gera en að skoða kosti og galla og skiptast á skoðunum um þá til þess að undirbúa okkur undir að taka "upplýsta" ákvörðun.
Ég set kannski bara spurninguna hér sem ég reyndi að setja Fram hjá Kjartani (hann eyddi henni), er ekki eðlilegt að fólk hafi mismunandi skoðannir ?
Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.7.2009 kl. 23:23
Blessaður Högni.
Ekkert að því að hafa ólíkar skoðanir, en verra er þegar fólk tekur sig til og er að bera út róg og lygar, rétt eins og þessi færsla fjallar um.
Svara öðrum á morgun. Góða nótt.
Axel Þór Kolbeinsson, 19.7.2009 kl. 23:32
Þetta blogg er alveg með ólikindum! Þeir eru þarna þrír að skiptast á að segja hver öðrum hversu ,,greinargóðar upplýsingar" þetta alltsaman séu sem þeir eru að skiptast á! Þetta er bara hlægilegt, hann meiraðsegja hrósaði snillingnum honum Jóni Frímanni fyrir ,,baráttu sína í netheimum", en ég held að flestir geti verið sammála því sem Hjörtur J nefndi einhversstaðar að það eru líklega fáir sem gera málstað ESB aðildarsinna eins mikið ógagn eins og Jón Frímann blessaður, með fullri virðingu fyrir skoðunum hans.
Enn annar á þessu bloggi lagði til að banna ætti stjórnmálaflokka sem væru á móti ESB og bloggeigandinn tók undir, þó hann héldi reyndar að erfitt væri að banna heimsku! Þeir tala líka mikið um fræðslu þarna, en þegar þeir tala um fræðslu þá meina þeir greinilega heilaþvott. Þegar maður hugsar svo til allra lýsingarorðanna sem þeir félagarnir þarna hafa um pólitíska andstæðinga sína, þá getur maður ekki annað en velt fyrir sér, hverjir eru öfgamennirnir??? Þessu liði er ekki viðbjargandi.
Bjarni Benedikt Gunnarsson, 20.7.2009 kl. 00:13
Sammála Axel og sæll, en mér datt bara svona í hug að setja þessa spurningu Fram hér og sjá hvort að þeir jáarar hjá Kjartani myndu nenna að svara henni hér því að ekki bara að hann eyði þeim commentum sem honum ekki líkar heldur setur hann þá umsvifalaust á bannlista.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.7.2009 kl. 00:35
Kannski eru þetta menn úr Samfylkingunni. Er Samfylkingin ekki öfgasinnaður miðjuflokkur?
Gunnar Rögnvaldsson, 20.7.2009 kl. 00:59
Jú það er líklega rétt Gunnar, þeir eru svo öfgafullir á miðjunni að flokkurinn hefur enga stefnu Það verður að teljast töluverð málefnafæð að hafa bara eitt stefnumál... Enda eru þeir svo hræddir við þá sem með einföldum rökum geta gert mjög lítið úr þessu eina stefnumáli sínu, að með öllum tiltækum ráðum útmála þeir andstæðinga sína með hjálp fjölmiðlaelítunnar, sem fólk sem ekki á nokkurn hátt mark er á takandi.
Bjarni Benedikt Gunnarsson, 20.7.2009 kl. 01:18
Þér væri næar að koma á skápana þeir virka og Jóngunnar og Hákon 1/2 virka
SVN 20.7.2009 kl. 06:44
Blessuð/aður SVN. Jón Gunnar virkaði alltaf vel, en það má setja ? við hitt. Ég hef bara ekki bakið í þetta lengur. En ég bið fyrir innilegum heilsum til allra og hugsa til ykkar mjög reglulega.
Axel Þór Kolbeinsson, 20.7.2009 kl. 08:28
jonas: Flestir sem hafa tjáð sig hérna eru í fullri vinnu, þar á meðal ég. Einhverjir eru svo ekki í vinnu, en ég veit ekki nema um tvo. Það að vera í vinnu er engin afsökun til að taka ekki þátt í þjóðmálaumræðunni.
Til annara: Þessi færsla hefur fengið meiri athygli en ég bjóst við. Ég held að ég reyni ekki að svara hverjum og einum hérna en tek þess í stað þátt í umræðunni. Ég vil benda ykkur á það sem Andres.si skrifaði hér fyrir ofan og velta því fyrir ykkur.
Axel Þór Kolbeinsson, 20.7.2009 kl. 08:42
Axel, afsakaðu kommentið mitt að ofan kl. 18:57. Mér ofbauð bara ruddaskapurinn um grátkór. Og bætist það bara ofan á allt hitt sem þeir hafa sagt um fólk, bara af því það vill ekki ganga inn í Evrópusambandið. Í það minnsta ekki án lýðræðislegra kosninga um umsókn.
Lisa 20.7.2009 kl. 13:08
Engin þörf á að biðjast afsökunar Lisa. Ég sé ekkert að athugasemdinni þinni.
Axel Þór Kolbeinsson, 20.7.2009 kl. 13:11
Ég prófaði líka að skrifa (kurteislega orðaða) athugasemd við nýjustu færsluna hjá þessum Kjarra ("Einangrunarsinni afhjúpaður"), og það skipti engum togum að hann útilokaði mig. Þetta er greinilega aðferðin hjá ESB-sinnum, að sverta okkur fullveldissinna og útiloka okkur svo frá þáttöku í umræðunni hjá sér.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.7.2009 kl. 13:28
Þetta er farið er vera ógnvekjandi og sorglega spaugilegt þó. -_-
Elle_, 20.7.2009 kl. 16:59
. . .er farið að vera ógnvekjandi..
Elle_, 20.7.2009 kl. 17:01
Ég vona svo sannarlega að við munum ekki sjá fleira svona fólk, sama hverrar skoðunar það er.
Axel Þór Kolbeinsson, 20.7.2009 kl. 17:02
Finnst fyndið með hann Jón Frímann að hann er núna farinn í Ad Hominem árásir, árásir sem hann gagnrýndi harðlega hér áður fyrr þegar annað fólk var að nota það á "hans fólk".
Það er víst satt sem þeir segja, það er ekki sama hvort þú sért Jón eða Séra Jón (Frímann).
Jóhannes H. Laxdal, 20.7.2009 kl. 18:52
Hafið þið skoðað heimasíðuna hjá Jóni Frímanni??? http://www.jonfr.com/
Bara brandari
Vona svo sannarlega að þetta lið sem endilega vill ganga í bandalagið flytji bara þangað, fyrst það á að vera svo gott að vera í ESB...
Svo langar mig að vita hvernig esb sinnar fá það út að verð komi til með að lækka hér á landi...
Mín reynsla er sú að eftir að Pólland gekk í bandalagið þá hækkuðu verð en laun stóðu í stað.
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 20.7.2009 kl. 22:04
SS,.., JA FREKAR SLAEMT
Arnar Guðmundsson, 20.7.2009 kl. 23:09
Við þurfum að fara að auglýsa síðu öfgamannsins. Hann gæti náð saklausu fólki á sitt vald.
Lisa 20.7.2009 kl. 23:51
Svona til að árétta þá
"Mín reynsla er sú að eftir að Pólland gekk í bandalagið þá hækkuðu verð þar á meðan laun stóðu í stað".
Hvernig er það hækkaði svo ekki ýmislegt á Spáni þegar Evran var tekin upp sem gjaldmiðill þar?
Ólafur Björn Ólafsson, 20.7.2009 kl. 23:53
Ég vil nú gjarnan halda því fram að varast beri að alhæfa um að Kjarri þessi sé týpískur aðildarsinni (nú eða þá Jón Frímann). Því miður virðist vera um ritskoðun að ræða hjá einstökum aðilum óháð hvaða stefnu eða skoðanir þeir aðhyllist. En asskoti er óvönduð ritskoðun þegar menn fleygja bara athugasemdum án þess að segja frá því að þeir hafi gert það eða hvers vegna (JVJ má þó eiga að það gerir hann, alla vega að því er ég best veit) og án þess að upplýsa um ritstjórnar- og ristkoðunarstefnu sína í t.d. höfundarlýsingu (aftur má JVJ þó eiga það að það gerir hann skilmerkilega).
Ég prófaði hins vegar rétt í þessu að setja inn þessa athugasemd við umrædda færslu. Spurning hvort hún hangi til morguns ef greyið er sofnað:
"Ég sé á bloggsíðu annars staðar hér á blog.is sögur af því að hér á þessari síðu sé stunduð all nokkur ritskoðun. Ef maður les yfir athugasemdir hér fyrir ofan er nokkuð ljóst að fáir virðast andmæla síðuhöfundi og vekur það óneitanlega upp grunsemdir um að hér sé ritskoðað.
Nú er ég hvorki búinn að lýsa mig sammála eða ósammála síðuhöfundi, en ég óska hér með eftir smá útskýringu á ritstjórnarstefnu þeirri sem hér ríkir."
Karl Ólafsson, 21.7.2009 kl. 02:44
Ólafur Björn, það sem pirraði Íra allra mest þegar þeir tóku upp Evruna var þegar þeir uppgötvuðu að Pint af Guinness hafði hækkað í skjóli nætur. Lá við uppreisn, en það lagaðist eftir 2-3 pænta. Seinþreyttir til vandræða blessaðir Írarnir nú orðið.
Karl Ólafsson, 21.7.2009 kl. 02:46
Þetta comment endist til ca 8:30 hjá þér Karl.
Jóhannes H. Laxdal, 21.7.2009 kl. 08:30
Athugasemdin mín er horfin :-) Hann er góður þessi Kjarri.
Karl Ólafsson, 21.7.2009 kl. 08:42
Mér finnst þetta stórmerkilegt.
Axel Þór Kolbeinsson, 21.7.2009 kl. 10:00
EINMITT
Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 13:57
RITSKODUN RITSKODUNN Á MOGGABLOGGINU 11.,,
Arnar Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 00:25
Ein hugmyndin væri sú að búa til skel vefsíðu á svona síður. Og svara þeim síðan frá skelinni.
Þá á ég við einskonar vefsíðu sem er viðbót og að eingöngu til að svara svona sem við sjáum á netinu á þeirri síðu. Þannig gæti fólk sem vill séð beinan samanburðinn og leiðréttingu á ruglinu.
Setja þannig inn á þessa nýju síðu svona rugl og misvísandi greinar frá þeim og leiðrétta þær þar.
Þannig: þann 19.07.09 kom Kjartan með mjög.............
Hér er grein hans leiðrétt hér með og sett inn sem rétta er.
*Síðan að auglýsa þessa síðu vel þannig að fólk viti hvar hægt væri að sjá hið rétta í málinu.
Guðni Karl Harðarson, 22.7.2009 kl. 00:49
Viðbót: hálftími frá mörgum okkar með link inn á nýju skel vefsíðuna væri einnig hægt að nota. Þá sér fólk amk. mörgum sinnum link á svar sem stendur oft í þannig marga hálftíma
Guðni Karl Harðarson, 22.7.2009 kl. 00:51
Með tilvísun að svör okkar á svona síðum eins og Kjarra stendur yfirleitt í mesta lagi í hálftíma......
Guðni Karl Harðarson, 22.7.2009 kl. 00:52
Þangað til einhver útfærir svona skel dótarí er þá ekki bara best að gera hliðstæða bloggfærslu við hans og taka fram að í henni þá felist athugasemd við hans færslu og bjóða öðrum að afrita athugasemdir sem er stílað á hans færslu .. svona ef hann skyldi eyða þeim út. Svipað og þessi færsla hér hjá Axel eða nýjasta færslan mín.
Jóhannes H. Laxdal, 22.7.2009 kl. 10:39
Eitt er að ritstýra, en annað er að ritskoða. Þessi Kjartan hefur safnað sínum sorglega "Já kór" í kringum sig, og má hann eiga það við sjálfan sig.
Maðurinn á auðsæilega bágt en látum hann bara í friði, svona einræðistakta skaða málsstaðinn hans og er það barasta ágætt!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.7.2009 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.