. - Hausmynd

.

Grein Vefþjóðviljans.

Tekið af vef andríkis

 

síðasta mánuði fékk Andríki Capacent-Gallup til þess að spyrja landsmenn nokkurra spurninga fyrir sig um mál sem annað hvort voru ofarlega á baugi, eða hefðu átt að vera það.

Niðurstöður eru nú komnar og eru fróðlegar. Tveggja verður getið í dag, annarra síðar.

Um Evrópusambandið og inngöngu Íslands í það var spurt tveggja spurninga.

Spurt var: Ert þú hlynnt/ur eða andvíg/ur inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Niðurstöður urðu þær, að „mjög hlynntur“ reyndust vera 17,1%, „frekar hlynntur“ 17,6%, „frekar andvígur“ voru 19,3% og „mjög andvígur“ 29,2%. „Hvorki né“ sögðust 16,9% vera.

Samkvæmt því voru 48,5% mjög andvíg eða frekar andvíg, en 34.7% frekar hlynnt eða mjög hlynnt, en 16,9% hvorki hlynnt né andvíg.

Ef þeim, sem völdu svarið „hvorki né“, er sleppt úr niðurstöðunum, eru því 58,3% frekar eða mjög andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en 41,7% frekar eða mjög hlynnt.

Könnunin var gerð dagana 16. til 27. júlí. Dagana þar á undan hafði mjög verið deilt um það á þingi hvort fara ætti fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að óska inngöngu í Evrópusambandið. Þótti því eðlilegt að spyrja einnig hvort fólk vildi þjóðaratkvæðagreiðslu um slíka ákvörðun, en eins og menn vita, var það niðurstaða meirihlutans á alþingi að ekki skyldi fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu.

Spurt var: Ert þú hlynnt/ur eða andvíg/ur því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu? Niðurstöður urðu þær, að að „mjög hlynntur“ reyndust vera 45,3%, „frekar hlynntur“ 15,6%, „frekar andvígur“ voru 11,3% og „mjög andvígur“ 17,9%. „Hvorki né“ sögðust 9,9% vera.

Samkvæmt könnuninni eru því 60,9% eru frekar eða mjög hlynnt því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um þessa ákvörðun, en 29,2% frekar eða mjög á móti því að um hana fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla, en 9,9% segjast hvorki hlynnt né andvíg.

Ef þeim, sem völdu svarið „hvorki né“, er sleppt úr niðurstöðunum eru því 32,4% þeirrar skoðunar að ekki eigi að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort „Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu“, en 67,6% vilja að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um það mál. Könnunin var gerð dagana 16. til 27. júlí og voru 1273 í úrtakinu. Af þeim svöruðu 717 og svarhlutfall var því 56,3%.

 


mbl.is Fleiri andvígir aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Niðurstöður síðustu skoðanakönnunar sem gerð var um afstöðuna til inngöngu í Evrópusambandið sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkisútvarpið og birtar voru 5. maí sl. sýndu 48,7% gegn inngöngu og 49% með henni. 

Þetta þýðir að andstæðingum inngöngu hefur fjölgað um tæp 10% en stuðningsmönnum hennar fækkað um 4%.

Sjá (mynd neðarlega): http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item263923/

Það er annars merkilegt að ekki hafi verið birtar neinar niðurstöður skoðanakönnunar um afstöðuna til inngöngu í þá þrjá mánuði sem liðnir eru síðan 5. maí og þar til nú í ljósi allarar umræðunnar í sumar.

Hafa kannanir hugsanlega verið gerðar en niðurstöðurnar ekki birtar af pólitískum ástæðum?

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Hjörtur.

Já, fylgið við aðild að sambandinu er að minnka og það kæmi mér ekki á óvart að það myndi minnka meira, sérstaklega þegar fólk fer að gera sér grein fyrir því að Evróðusambandið er ekki efnahagsbandalag.






Það kæmi mér heldur ekki á óvart ef kannanir hafa verið gerðar um fylgi við ESB og ekki birtar.  80% - 90% þeirra kannana sem eru gerðar eru gerðar fyrir ýmis hagsmunasamtök og fyrirtæki og eru oftast ekki birtar.  Hvort það hafi verið af pólitískum ástæðum er góð spurning, en ég treysti mér ekki til að svara henni.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.8.2009 kl. 11:30

3 identicon

Það er greinilegt að þjóðin hafði gott af síðasta klámhöggi "vinaþjóða" sinna í ESB. Menn sjá nú hvaða samningsaðstöðu við munum hafa meðal þeirra. Vonandi verður þetta til þess að Ísland verður aldrei selt í hendurnar á öðrum þjóðum og sjálfsákvörðunarréttur okkur endanlega tekinn frá okkur

jóhanna 4.8.2009 kl. 12:15

4 identicon

Ég er einn af þeim sem er mjög ánægður með að við sóttum um aðild að ESB. Samkvæmt fyrri skoðanakönnunum er meirihluti þjóðarinnar sammála mér.

Vonandi verður niðurstaðan úr aðildarviðræðunu það góð að ég muni greiða atkvæði með aðild. En að ég sé tilbúinn að segja til um það nú, hvernig ég muni greiða atkvæði er aðvitað bara rugl. Það er svipað og spyrja fólk hvaða  stjórnmálaflokk það ætli að kjósa eftir 4 ár.

Ef hringt hefði verið í mig í þessari skoðanakönnun og ég áttað mig hvernig hún væri sett upp, svo ég tali ekki um, ef ég hefði vitað á hvers vegum hún væri, hefði ég neitað að taka þátt. Hvernig hefði ég átt að svara? Kannski verð ég harður andstæðingur við óviðunandi samning.

Þessi skoðanakönnun Andríkis er auðvitað bara rugl, sett fram til að fá fyrifram gefna niðurstöðu.

Svavar Bjarnason 4.8.2009 kl. 12:17

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæl Jóhanna og takk fyrir innlitið.  Ég tek undir með þér.

Svavar.  Þessi skoðannakönnun er svipað upp sett og þær sem hafa verið notaðar síðastliðinn áratug eða meir.  Eini sjáanlegi munurinn er að hér er talað um inngöngu Íslands í Evrópusambandið en oftast hefur verið tekið aðild Íslands að Evrópusambandinu.  Hvernig spurning er orðuð getur haft áhrif á svörin en ég tel þessar spurningar vera samanburðarhæfar.  Innganga held ég að sé ekki neikvæðara hugtak en aðild, en þó gæti það verið í hugum sumra.

Læt fylga hér með mynd af vefsíðu Samtaka Iðnaðarins sem sýnir þróun afstöðu almennings til aðildar að ESB.


Axel Þór Kolbeinsson, 4.8.2009 kl. 12:35

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Svavar:
Í langflestum tilfellum liggur fyrir hvað innganga í Evrópusambandið muni hafa í för með sér og mikið meira en nóg til þess að mynda sér skoðun á málinu. En það þarf að kynna sér það.

Þess utan hefur Capacent Gallup t.d. spurt um afstöðu fólks til aðildar að Evrópusambandinu tvisvar á ári í mörg ár fyrir hin Evrópusambandssinnuðu Samtök iðnaðarins. Hefur þú að sama skapi hnýtt í þau eins og þú vilt nú gera í þessu tilfelli?

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 13:02

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess utan Svavar, skoðanakannanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum um það hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu hafa yfirleitt alltaf skilað neikvæðri niðurstöðu.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 13:03

8 identicon

Hjörtur.

Ég veit ekki betur en þú hafir sjálfur verið með krítískar spurningar um nýjustu skoðanakannanir sem þú ert ekki sáttur við, á bloggsíðu þinni.

Oft hef ég verið ósammála skoðunum þínum á blogginu þínu, en þú ert ekki með opin komment.

 Þessvegna er það svolítið kómískt að vera eiga orðaskipti við þig á kommentasíðu annars bloggara.

Svavar Bjarnason 4.8.2009 kl. 13:11

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ykkur er það fullkomnlega frjálst báðum tveim, Svavar og Hjörtur, að láta hvað sem er flakka hér.

Skilmálar athugasemda á síðu minni má lesa hér.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.8.2009 kl. 13:13

10 identicon

Ég þakka þér fyrir Axel.

Mér fannst ég nefninlega vera hálfgerð boðflenna inn í miðri halelúja samkomu.!! 

Svavar Bjarnason 4.8.2009 kl. 13:35

11 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Svavar, ég gagnrýndi vissulega síðustu skoðanakönnun Fréttablaðsins þar sem allt í einu var skipt um spurningu án skýringa.

Hvað athugasemdir á bloggsíðum varðar ákveður hver og einn hvernig hann hefur það hjá sér. Ég hafði slíkt opið í tvö ár hjá mér þar til staðan var orðin sú að margiri þeirra sem settu inn athugasemdir kusu að vera mjög ómálefnalegir. Þá var annað hvort að hefja umfangsmikla ritskoðun eða að loka einfaldlega á athugasemdir.

Mætti ekki allt eins segja að það sé nokkuð kómískt að þú sért ekki með bloggsíðu sjálfur (að því er virðist) og viljir bara gagnrýna bloggskrif annarra?

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 13:45

12 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég get verið ósammála skoðunum annara, en ég virði rétt fólks til að hafa þær og setja þær fram hvernig sem er.

Ég er alfarið á móti inngöngu Íslands í ESB og fyrir því eru margar ástæður, en ég get samt átt skoðanaskipti við þá sem eru á öndverðum meiði nema helst ef fólk verður æst.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.8.2009 kl. 13:45

13 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Og til að halda því til haga þá gagnrýni ég ekki ritstjórn annarra á sínum bloggsíðum nema þar sem eitthvað gruggugt er á seyði.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.8.2009 kl. 13:48

14 identicon

Ég tel mig ESB sinna en þó með eðlilegum vafa og fyrirvara.

Svo langt sem ég hef kynnt mér finnst mér kostirnir fleir en gallarnir.

Fyrst og fremst  tel ég að þvílík kollsteypa sem varð hér, þegar nokkrir gulldrengir íhalds og framsóknar rústuðu þjóðfélaginu, muni ekki getað endurtekið sig.

En ég hnaut svolítið um síðustu setningu þína í kommenti þínu, Hjörtur.

Þarna ert þú með samanburð sem er rugl. Þú skrifar þitt blogg og kemur í veg fyrir að nokkur svari. Ég skrifa komment og vænti svars.

Meira að segja broskallinn hlær að þér!!

Hjörtur, þú hefur verið iðinn við að skrifa um gallana við aðild að ESB.

Eru engir kostir? Ef þeir eru enhverjir, hverjir eru þeir þá?

Svavar Bjarnason 4.8.2009 kl. 14:19

15 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Svavar, bezta mál. Þín skoðun er auðvitað jafn rétthá og mín eða hver önnur :)

Ef þú heldur að það sem gerðist hér á landi gæti ekki gerzt innan Evrópusambandsins ættirðu t.d. að kynna þér stöðu mála innan Eystrasaltríkjanna sem hafa verið í sambandinu síðan 2004 eða þá á Spáni og Írlandi svo dæmi séu tekin. Gleymdu síðan ekki að regluverkið um fjármálastofnanir sem gildir hér á landi er að mestu komið frá Evrópusambandinu.

Ég efast um að það svipti menn málfrelsinu þó þeir geti ekki sett inn athugasemd á bloggið mitt. Alltaf er hægt að svara mínum skrifum t.d. á öðrum bloggsíðum. Það er því ansi einkennileg fullyrðing að ég komi í veg fyrir að nokkur svari mér. Ég fagna því ef mér er svarað málefnalega. Hef ég t.d. kvartað yfir svörum þínum hér eða reynt að koma í veg fyrir þau?

Evrópusambandið hefur annars einn umtalsverðan kost að mínu mati, innri markaðinn. Það hef ég ítrekað tekið fram á undanförnum árum í mínum umfjöllunum um Evrópumálin. Ef sambandið væri aðeins fríverzlunarsvæði líkt og EFTA væri ég ekki á móti inngöngu í það. En það er því miður óralangur vegur frá því :(

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 14:26

16 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sameiginlegur markaður með fríverslun verður ekki rekinn nema með skýrum skilmálum. Út frá því hefur ESB þróast. Efnahagsbandalag, þjóðabandalag, myntbandalag, atvinnubandalag og kannski fleira einsog friðarbandalag. Þetta er bandalag þjóða sem hefur landfræðilega staðsetningu í Evrópu og á mjög sameiginlega menningarþróun að baki sem gerir til dæmis múslimum erfitt fyrir að komast í bandalagið þó mikill vilji sé fyrir hendi hjá sumum aðildarlöndum. Þannig er þetta menningarbandalag. Lagabandalag enda lögin það sem er grundvallandi einsog eðlilegt er en ekki td trúarskoðanir þó kristni sé höfuðarfleifð þjóðanna.

(Múslimum finnst við því reka hérna kristið klíkubandalag sem er rétt að vissu marki).

Hvernig sem allt veltur er mikilvægari hagsmunir okkar að taka þátt í þessu ferli en standa utan þess og þiggja af því lög og reglur passívt einsog nú er háttað málum og enginn breytin verður á um fyrirsjánlegan tíma. Mér finnst sem sagt það vera ábyrgðarhluti að leggja það til að við komum ekki beint að þessum málum einsog þjóð meðal þjóða. Að stinga höfðinu í sandinn er ekki valmöguleiki.

Gísli Ingvarsson, 4.8.2009 kl. 16:35

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það væri athyglisvert að sjá hvað þjóðin hefur að segja um Icesave

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.8.2009 kl. 16:43

18 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Evrópusambandið er efnahagslegt og pólitískt bandalag 27 ríkja mestmegnis staðsett í Evrópu.  Evrópusambandið er sambland af alþjóðlegri samvinnu og yfirþjóðlegri stofnun.  Evrópusambandið og forverar þess hafa beitt sér fyriraukinni samvinnu og samruna aðildarríkjanna.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.8.2009 kl. 16:44

19 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Axel: Ég kannast ekki við samruna ríkja í ESB. Ertu ekki að búa til orð yfir eitthvað sem þér finnst vera neikvæðara en samvinna. Belgía er klofið ríki innan ESB. Verður ekki haldið saman með lögum ESB. Vandamálið er að ný ríki 'Vallónía' og 'Flæmingjaland' yrðu að sækja um aðild sértaklega fyrir sig ef af klofningi yrði.

Jakobína: Er það ekki fyrirsjánlegt að Íslendingar myndu hafna IceSafe í skoðanakönnun einsog nú er ástatt? Það gerir málið ekkert einfaldara fyrir alþingi.

Gísli Ingvarsson, 4.8.2009 kl. 17:20

20 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Integration þýðist sem sameining, samþætting og jafnvel samruni.

Belgía er samveldisríki sem ólíkt sambandsríki þarf samþykki allra ríkjanna til þess að gera e.h.  Sviss er einnig samveldisríki.  Sumir hafa bent á að Evrópusambandið hafi tekið upp ýmis einkenni samveldisríkis og jafnvel sambandsríkis í sumum málaflokkum.

Mér finnst sambandsríki eins og B.N.A. vera fremur langsótt en samveldi geta átt við í sumum tilfellum.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.8.2009 kl. 17:52

21 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gísli, þjóð meðal þjóða? Við yrðum svo gott sem áhrifalaus innan Evrrópusambandsins enda vægi okkar þar miðað við íbúafjöldann hér á landi. Þjóð meðal þjóða? Góður þessi :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband