. - Hausmynd

.

Meira af þessu, takk!

Það er gott að sjá ágæta uppskeru í tilraunaverkefninu á Þorvaldseyri.  Um 1 tonn af olíu ætti að fást upp úr þessum eina hektara, olíu sem er t.d. hægt að brenna í díselvélum.

Ég býst svo við því að hratið verði nýtt í fóðurköggla fyrir búfénaðinn.

Ég vil hvetja þá sem koma að þessu verkefni til að auka ræktunina á næsta ári og skoða aðrar olíuríkar plöntur, t.d. hamp, sem gætu hentað hér á landi og bjóða upp á sambærilega eða meiri olíuuppskeru.


mbl.is Þreskja repju á Þorvaldseyri og ætla að vinna olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég sé það fyrir mér að við getum í framtíðinni framleitt mörg tonn af olíu sem hægt væri því að nota í eldsneyti. Nú er bara að fleiri taki sig til!

Það eru mikil tækifæri á Íslandi í ýmissri uppbyggingu í stað þess að velja þá leið sem Samfylkingin ætlar sér að fara! Þetta getur verið bara ein af mörgum.

Guðni Karl Harðarson, 25.8.2009 kl. 11:05

2 identicon

hmm hvað kostar þessi 1 hektari   og ef þetta er svona hagkvæmt því hafa bændur ekki stundað þetta áður !     það er vegna þess að fyrir 3 árum kostaði líter af véla olíu 1/4 af því sem hann kostar í dag sökum gengisvitleisunnar + aukinna skatta á olíur og benzin

Guðjón Helgi 29.8.2009 kl. 01:14

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Blessaður Guðjón Helgi.

Nú veit ég ekki hver ræktunarkostnaðurinn af repjurækt er, en ég get ímyndað mér að hann sé lægri í hampi.  Aftur er meiri vinna við uppskeru af hampi á móti repju.

Verðið á unninni olíu hefur ekki bara hækkað vegna gengisfalls og aukinar skattheimtu, heldur er heimsmarkaðsverð unninnar olíu einnig hærra í dag en fyrir þrem árum.

Ef það kemur í ljós að það er hagkvæmt að framleiða lífeldsneyti hér á landi þá erum við að horfa upp á gjaldeyrissparnað upp á tugi, ef ekki hundruði milljarða króna á hverju ári.

Axel Þór Kolbeinsson, 29.8.2009 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband