28.8.2009 | 09:25
Breiðfylking almennings velur fólk í neyðarstjórn
Eftir Cillu Ragnarsdóttir.
Flokkarnir bíða aðeins eftir því að mótmæli hins almenna borgara og skuldara fjari út, svo að þeir geti teki upp fyrri siði. Segja má að víxlverkandi áhrif glæpsamlegrar vankunnáttu æðstu stjórnenda gömlu bankanna, einbeittur brotavilji svokallaðra útrásarvíkinga og algert getuleysi ríkisstjórnar og ríkisstofnanna að bregðast við vandanum hafi varðað leiðina í mesta efnahagshruni sem dunið hefur yfir þjóðina.
Ævisparnaður eldra fólks brennur upp. Lífeyrissjóðir tapa tugum milljarða af fé sem þeim er treyst fyrir. Ungt fólk sem lagt hefur fyrir til að eiga upp í kaup á íbúð er rænt aleigunni og hneppt í ævilanga skuldafjötra.
Stjórnvöld íslenskir stjórnmálamenn - ætla almenningi að sætta sig við þetta. Á því er engin vafi.
Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæði fékk sýslumanninn á Akranesi til þess að sjá um rannsóknina á efnahagshruni landsins. Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, grátbað sýslumanninn um að taka verkið að sér.
Ríkisstjórnin sem tók við, ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, ætlaði líka að láta rannsókn sýslumannsins nægja. Við söfnuðum undirskriftum og kölluðum á eftir Evu Joly. Það gekk!
Það var fyrir tilverknað einstaklinga utan úr bæ og vegna þrýstings frá almenningi sem núverandi ríkisstjórn tók við sér. Annars sæti sýslumaðurinn ofan af Skaga enn við tómar hillur. Nú þarf að gera miklu betur en þetta.
Ráðamenn hafa ekki og munu ekki eiga frumkvæði að trúverðugri rannsókn á efnahagshruninu, vegna þess að þeir vilja ekki vita niðurstöðuna. Ég hef einsett mér að linna ekki látunum fyrr en slík rannsókn hefur farið fram. Ég neita því að hægt sé að skuldsetja börnin okkar fyrir lífstíð vegna vanhæfra stjórnmálamanna og siðblindra þrjóta úr hópi einkavina þeirra.
Ætlar almenningur á Íslandi að sætta sig við þetta?
Það má bara ekki gerast.
Nú er tækifæri til að ganga að flokksræðiskerfinu dauðu.
Þjóðin getur krafist þess að hér á landi verði sett utanþingstjórn/neyðarstjórn þegar og ef núverandi ríkisstjórn springur sem allt stefnir í. Þjóðin á rétt á að mynda sér skoðanir á því hvaða fólk hún treystir til að mynda neyðarstjórn sem á að undirstrika aðgreiningu framkvæmda- og löggjafarvalds með því að tilnefna hæfustu menn og konur í öll ráðherraembætti og hafa ekki verið á framboðslistum til alþingis.
Í kjölfar bankahrunsins hefur komið fram á sjónarsviðið fullt af duglegu og hæfu fólki utan flokkakerfisins, sem betur væri treystandi fyrir æðstu stjórn landsins. Það þyrfti að finna mjög kláran og reynslumiklan einstakling til að verða atvinnumálaráðherra í sameinuðu ráðuneyti iðnaðar, landbúnaðar og sjávarútvegs.
Ég vil traustan og góðan mann í fjármálaráðuneytið til að sjá fram úr því hvernig við eigum að borga til baka þá þúsundir milljarða, sem ríkisstjórn afglapa og útrásargæðingarnir hafa skellt á bak okkar. Þá ætti einnig að stilla upp nýjum seðlabankastjóra, til dæmis Þorvaldi Gylfasyni prófessor, og heita því að sameina Seðlabanka og fjármálaeftirlit.
Á einu ári fór Ísland á hvolf. Ári seinna er landið enn á hvolfi.
Á tæpu einu ári hefur þjóðin farið í gegnum hamfarir sem urðu til af manna völdum.
Á einu ári hafa stjórnvöld ákveðið að hinn saklausi borgari skuli borga skuldir óreiðumanna.
Á einu ári hafa stjórnvöld ákveðið að afkomendum okkar verði einnig gert að greiða skuldirnar.
Á einu ári hefur þjóðin þurft að tileinka sér nýja hugsunarhætti, lífhætti og hugtök svo um munar.
Á einu ári hefur enginn verið handtekinn nema skinkuþjófar og skemmdarvargar sem skvetta málningu.
Það er eitthvað að, eitthvað sem stemmir ekki?
Ég vil neyðarstjórn og alla þá erlendu aðstoð sem landið getur fengið sér til hjálpar strax!
10 vikna umfjöllun að ljúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy
Athugasemdir
Ári seinn er landið ekki einsu sinni að byrja að rétta sig við. Það mætti halda að hrunið hefði skeð síðla vors en ekki síðasta haust. Agaleyusi og aumingjaskapur þessarar ríkisstjórnar er með ólíkindum. Til hvers í fjandandum er verið að púkka upp á þennann Gylfa "nei, ég tel enga ástæðu til þess" Magnússon sem ráðherra?
Annar eins aumingi hefur ekki sést í manna minnum. Að hafa þetta skoffín sem bankamálaráðherra er algjör skelfing.
Guðmundur Pétursson, 28.8.2009 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.