. - Hausmynd

.

Athugasemdir

1 identicon

Eftir að hafa skoðað viðhengið þitt, sýnist mér Íslenska Ríkið ekki bera neina  skyldu til þess að borga skuldir þessara banka

Einar 29.12.2009 kl. 08:41

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Íslenska ríkið hefur aldrei borið lagalega skyldu til að ábyrgjast lán til Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta frekar en til nokkurs annars tryggingafélags í einkaeigu.

Axel Þór Kolbeinsson, 29.12.2009 kl. 08:44

3 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Það er auðvitað sérstaklega áhugavert að í Bretlandi, Hollandi og Þýskalandi, hvorki borgar Ríkið í tryggingasjóðina né ábyrgist lántökur hans.   Bíddu hvað eru þessir menn aftur að biðja Íslendinga um að gera...?

Helgi Kr. Sigmundsson, 29.12.2009 kl. 09:33

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Strax í kjölfar hrunsins ákvað íslenska ríkið að ábyrgjast innstæður hérlendis. Hefði það ekki verið gert hefðum við væntanlega haft betra case gagnvart Bretum og Hollendingum, ekki satt?

Þorsteinn Siglaugsson, 29.12.2009 kl. 09:41

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Bretar, Hollendingar og fleiri Evrópuþjóðir gerðu svipað á sama tíma Þorsteinn.

Axel Þór Kolbeinsson, 29.12.2009 kl. 09:42

6 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Hefur Alþingi lögfest eitthvað í þessum málum (þ.e. fyrir utan væntanleg Icesave lög)?

Helgi Kr. Sigmundsson, 29.12.2009 kl. 09:53

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Lög nr. 90/1999 voru sett um Tryggingarsjóð innistæðueigenda og fjárfesta í samræmi við EES tilskipun 98/19/EC.  Jafnframt voru settar reglugerðir 120/2000, 864/2002 (pdf) og 983/2008.  Hvergi er tekið fram ábyrgð ríkissins, en sjóðnum er heimilt að taka lán telji hann það brýnt.

Axel Þór Kolbeinsson, 29.12.2009 kl. 10:15

8 Smámynd: Snorri Magnússon

Það er líka rétt að nefna það sérstaklega að í greinargerð með nefndum lagafrumvörpum er SÉRSTAKLEGA TILTEKIÐ að viðskiptabankarnir NJÓTI EKKI RÍKISÁBYRGÐAR, frekar en tryggingasjóðurinn.

Ég bloggaði dulítið um þetta, í júlí s.l.  Þá færslu má lesa hér: http://www.snorrima.blog.is/blog/snorrima/entry/916864/

Snorri Magnússon, 29.12.2009 kl. 10:37

9 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Skýrt sett fram hjá þér Snorri.  Þetta hefur alltaf legið fyrir þótt sumir vilji horfa í hina áttina.  Tryggingasjóður má þó taka lán og Alþingi má veita ríkisábyrgð á það lán eða önnur, en heimild jafngildir ekki skyldu.

Axel Þór Kolbeinsson, 29.12.2009 kl. 10:41

10 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Þetta er auðvitað rétt hjá þeim Snorra og Axeli.  Vildi bara fá þetta skýrt fram og má aldrei gleymast í umræðunni.  Það hefur aldrei verið nein ríkisábyrgð á bönkum eða tryggingasjóðnum þeirra.  Því verður þó væntanlega breytt í þessari síðustu viku ársins.

Helgi Kr. Sigmundsson, 29.12.2009 kl. 11:04

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er rétt að Tryggingasjóði er heimilt að taka lán til að fjármagna sig, hinsvegar gerir öll uppbygging kerfisins ráð fyrir að slík lán séu tekin á frjálsum markaði en ekki frá ríkinu. Þetta samræmist megintilgangi innstæðutryggingakerfisins, sem er að bankakerfið fjármagni sjálft þessar tryggingar. Í tilskipun 94/19/EB er meira að segja lagt bann við ríkisábyrgð á tryggingakerfinu, sjá grein 3.1:

the system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member State itself

Guðmundur Ásgeirsson, 29.12.2009 kl. 13:00

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir að birta þetta yfirlit, Axel.

Eins og þú bendir á, Guðmundur, bannar tilskipun EB ríkisábyrgð á tryggingasjóðnum. En ljósi punkturinn við að samþykkja ríkisábyrgðina er að þá brjótum við reglurnar, gefum fordæmi og ávinnum okkur þar með óvinsældir innan ESB. Skyldu Jóhanna og Steingrímur átta sig á því? :)

Kolbrún Hilmars, 29.12.2009 kl. 15:00

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Axel, þú ættir nú að senda þetta á póstlista alþingismannanna, annars þýðir það ekkert okkar þingmenn njóta hverru einustu stundar sem þau Jóhanna og Steingrímur Joð hræra í görninni á þeim, ég sé það núna þetta er ekki góð hugmynd.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.12.2009 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband