20.1.2011 | 10:45
Hafa bretar áhuga á EFTA?
Bretland var eitt af stofnríkjum EFTA á sínum tíma ásamt sex öðrum ríkjum, en þrjú þeirra sitja þennan fund - Noregur, Svíþjóð og Danmörk. Eystrasaltslöndin voru eins og flestir vita hluti af Sovét á þeim tíma.
Eins og kemur fram í fréttinni eru þau ríki sem eru á þessum fundi stundum kölluð "köldu ríki" ESB, þótt það eigi sérstaklega við um Breta, Dani og Svía að mínu mati. Það gæti verið áhugaverð framvinda ef þessi ríki hyrfu úr ESB og gerðust aðilar að EFTA þótt það sé mjög ólíklegt. En hver veit - kannski munu einhver fyrrverandi EFTA-ríki snúa aftur.
![]() |
Norrænn leiðtogafundur í London |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2011 | 15:12
Alvarlegt klúður
Þetta telst vera stórt klúður, að hafa aðeins afritað 4 mínútna myndskeið en ekki alla atburðarrásina. Þetta hlýtur að veikja málflutning ákæruvaldsins mikið. Maður hefði haldið það að einhverjar starfsreglur væru til á þinginu varðandi svona uppákomur, og þótt svo væri ekki hafa starfsmenn haft heila 10 daga til að hugsa fyrir því að taka afrit af allri atburðarrásinni.
Það vaknar sú óþægilega spurning aftarlega í höfðinu á mér hvort mögulega hafi eitthvað verið óþægilegt fyrir lögreglu eða þingverði fyrir eða eftir þennan 4 mínútna myndbút?
![]() |
Aðeins bútur til af myndskeiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2011 | 19:56
Misjafn sauður í mörgu fé
Það er merkilegt að í nánast hvaða hópi sem er eru einstaklingar, oftast ungir karlmenn, sem þurfa að láta alla vita hversu vel vaxnir niður þeir séu. En í hópi sem taldi allt að 1.000 manns samkvæmt einum fjölmiðli, þótt aðrir segi 300 - 400 (mín ágiskun er um 800 þegar mest var) hljóta alltaf að vera einhverjir.
Verra er þó þegar þess háttar fólk er í lögreglunni á sama tíma því það gerir ekkert annað en að reyta fólk til reiði. Einn lögregluþjónn fór yfir strikið að mínu mati þegar kveikt var í bálkesti í annað sinn því í stað þess að fylgja félaga sínum framhjá þeirri tunnu sem ég og frúin mín börðum varð hann að fara hinummegin við hana og ýta vel við mér og stjaka við frúnni í leiðinni. Ekki höfðum við gert okkur líkleg til að stöðva för þeirra né höfðum við áður óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að trufla ekki umferð. Ég snöggreiddist og mátti litlu muna að ég léti rörbútinn sem hafði nýst mér sem kjuði vaða í hnakkaspikið á honum.
En svona er þetta. Það þarf alltaf einhver að sýna fyrir félögunum hve vel vaxnir niður þeir eru.
Svo smá útúrdúr í lokin. Þegar keyrt er niður brekkur er það vitlausasta sem fólk getur gert að liggja á bremsunni í beygjum. Hver kennir eiginlega fólki á sv-horninu vetrarakstur?
![]() |
Eldar loguðu á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2011 | 14:33
Girðingar halda ekki
Ef nægilega mikið af fólki er nægilega ákveðið halda því engar girðingar, en þær hjálpa þó lögreglu við að halda aftur af mannfjöldanum. Það sem lögregla og ráðamenn hljóta að hræðast mest er margmenni fólks sem láta vaða - í það minnsta myndi ég gera það í þeirra sporum.
Annars væri nú rosalega táknrænt ef fólk ryddist inn í þinghús og fjarlægði stólana.
Tek það sérstaklega fram að ég er ekki að hvetja til uppþots né húsbrots, bara að hugsa upphátt.
![]() |
Lögreglan girðir þinghúsið af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2011 | 21:23
Stjórnvöld með puttana í stjórnlagaþingi
Þetta var svo sem viðbúið, að stjórnvöld og aðrir þrýstihópar muni gera allt sem þeir geta til að hafa áhrif á vinnu stjórnlagaþings. En mér finnst það samt vera fyrir neðan allar hellur, og þá sérstaklega komandi frá framkvæmdarvaldi (þ.e. ráðuneyti) sem á að vinna eftir lögum þ.m.t. stjórnarskrá, en hefur ekkert lagasetningavald.
Skammastín Jón...
![]() |
Jón sendi stjórnlagaþingi bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2011 | 17:38
Fá aldrei mitt atkvæði
![]() |
Reikna með samþykkt Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2011 | 19:39
Mynd af styttunni
Stytta af lögreglukonu, sitjandi á hækjum sér við þvaglát...
![]() |
Berrössuð lögreglukona hneykslar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2011 | 19:17
Hált í Hveragerði og nágrenni
Fyrir þá sem eru á leið austur yfir fjall:
Staðan klukkan 18:30.
Það er hált innanbæjar í Hveragerði og hálkublettir á þjóðveginum austur fyrir Kotstrandarkirkju. Mestmegnis autt austur að Selfossi. Innanbæjar á Selfossi var slabb sem gæti myndað mikla hálku þegar líður á kvöldið. Það eru ekki alvarlegar hviður undir Ingólfsfjalli, en hliðarvindur af NNA ásamt smávægilegum hviðum og skafrenningi á milli Hveragerðis og Kotstrandar sem virðist vera að draga úr.
![]() |
Þrír fastir vörubílar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.1.2011 | 19:01
47% tilbúin til að láta taka sig ósmurt
Ég gæti skrifað eitthvað röfl og nöldur, en ég hef varla geð til þess.
En mig langar til að spyrja þessi 47% hvort þau væru tilbúin að borga mér 500 milljónir hvert ef ég hótaði að brjóta á þeim hnéskeljarnar ef þau gerðu það ekki?
![]() |
Tæpur helmingur vill samþykkja Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2011 | 17:29
Ögmundur reynir að toppa Jón
Mér finnst eiginlega miklu alvarlegra hve lyftan er hæggeng. Og að hún skuli leita upp á fimmtu hæð þegar ég ætlast til að hún fari niður á fyrstu hæð, þar sem við erum stödd.

![]() |
Þingflokkur VG á sáttafundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Translate
Translate
Bloggvinir
-
Samtök Fullveldissinna
-
Rauður vettvangur
-
Heimssýn
-
Vinstrivaktin gegn ESB
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Börn Íslands
-
Félag Fólksins
-
Vaktin
-
Nýja Lýðveldið Ísland
-
Samstaða þjóðar
-
Hreyfingin
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Frjálshyggjufélagið
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Ísleifur Gíslason
-
Kolbrún Hilmars
-
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
-
Erla J. Steingrímsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Frosti Sigurjónsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Haraldur Hansson
-
Gullvagninn
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Valgeir
-
Þórhallur Heimisson
-
Valan
-
Már Wolfgang Mixa
-
Jón Lárusson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Ingi Þorvaldsson
-
Bjarni Harðarson
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Jón Valur Jensson
-
Héðinn Björnsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
-
Braskarinn
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
-
Vilhjálmur Árnason
-
Björn Heiðdal
-
Haraldur Baldursson
-
Ólafur Björn Ólafsson
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gregg Thomas Batson
-
Einar Björn Bjarnason
-
Guðni Karl Harðarson
-
Andrés.si
-
Rafn Gíslason
-
Sigurlaug B. Gröndal
-
Högni Jóhann Sigurjónsson
-
Guðrún Markúsdóttir
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
halkatla
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Umrenningur
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Guðmundur Karl Karlsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Vefritid
-
Birgitta Jónsdóttir
-
DÓNAS
-
Heimir Tómasson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurjón Páll Jónsson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Elle_
-
Himmalingur
-
Blogblaster
-
Sigurður Sigurðsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Guðni Þór Björnsson
-
molta
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
GK
-
Arinbjörn Kúld
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Sævar Guðbjörnsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Baldur Hermannsson
-
Aron Ingi Ólason
-
Ólafur Elíasson
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Sigrún Einars
-
Birgir R.
-
Jón Þór Ólafsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Grétar Eiríksson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy