. - Hausmynd

.

Sólin skín ennþá

Merkilegt að flytja "fréttir" af atburði sem hefur verið vitað að stæði til á þessum tíma.  Það hefur ekkert fréttnæmt gerst ennþá, þótt það gæti gerst.

Fréttamenn gætu eins flutt fréttir af því að sólin skíni ennþá...


mbl.is Vinstri grænir setjast á fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðskuldaður titill

Ólafur Ragnar Grímsson er hiklaust maður ársins sem er að líða.  Ekki endilega það að allir séu sammála hans ákvörðunum og ummælum þetta árið, en því verður ekki neitað að hann var einna mest áberandi og áhrifamesti einstaklingurinn hér á landi.  Forsetaembættið hefur orðið beittara en áður var vegna embættisverka hans.  Ég ætla að spá því að Bylgjan/Vísir komist að sömu niðurstöðu þegar tilkynnt verður um niðurstöðu könnunar þeirra í fyrramálið og ekki ólíklegt að sama verði upp á teningnum hjá RÚV.

Svo ætla ég hér með að tilkynna alþjóð það að ég strengi engin áramótaheit.  Því færri loforð sem maður gefur því færri brýtur maður.  Ef ég skyldi ekki blogga meira á þessu ári þá sendi ég landsmönnum öllum, sem og annarra þjóða kvikindum bestu kveðjur með ósk um gleðilegt nýtt ár.


mbl.is Völdu Ólaf Ragnar Íslending ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„...og Össur er auðvitað bara eins og hann er."

Það er gaman að fylgjast með viðbrögðum þjóðarinnar við ummælum Davíðs Oddssonar.  Hann er góður penni og kann vel að koma fyrir sig orði, en hann er jafnframt umdeildasti maður seinni tíma.  Ætli það sé ekki nærri lagi að hann sé hataður eins og pestin af þriðjungi þjóðarinnar, elskaður og dáður af öðrum þriðjungi og við sem erum í síðasta þriðjungnum höfum gaman af því að sjá viðbrögð annara við orðum hans.

En mér finnst skotið á Össur vera gullmoli

...og Össur er auðvitað bara eins og hann er.


mbl.is Davíð: Lagði ekki til þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölbreytt flóra stjórnmálaflokka

Eins og ég hef margoft bent á er mikið til af stjórnmálasamtökum sem eru mis langt á veg komin.  Eitt er það sem öllum stjórnmálasamtökum vantar og það eru almennir félagsmenn sem eru tilbúnir til að vinna með þeim samtökum.  Ásamt því að óska hinum nýju stjórnmálasamtökum góðs gengis bendi ég áhugasömum á samantekt yfir heimasíður stjórnmálasamtaka.
mbl.is Segir viðbrögð góð við nýjum flokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðir gjaldmiðlar og fámenn lönd

Ég rakst á undarlega fullyrðingu á netinu:

Það eru 40 lönd í heiminum með íbúafjölda undir 1 milljón. Aðeins eitt af þessum 40 löndum er með eigin gjaldmiðil.

Eftir fljótlega yfirferð á Wikipedia finn ég 20 ríki fyrir utan Ísland sem hafa færri íbúa en milljón en eru jafnframt með eigin gjaldmiðil.  Þannig að hér kemur listi yfir þau ríki ásamt íbúafjölda.  Tengill vísar svo í Wikipediasíðu gjaldmiðils þeirra:


Fylgi verkamannaflokksins hrynur

Nationen birti líka könnun fyrir nokkrum dögum sem sýnir svipaða þróun og könnun DN.  Tölurnar eru hér fyrir neðan ásamt úrslitum kosninganna í fyrra.

 

Flokkar200920.12.201023.12.2010
Arbeiderparti35,4%26,0%25,6%
Fremskrittspartiet22,9%23,8%25,8%
Høyre17,2%27,3%28,6%
Sosialistisk Venstreparti6,2%5,0%5,0%
Senterpartiet6,2%5,8%5,3%
Kristelig Folkeparti5,5%4,7%4,6%
Venstre3,9%4,0%2,9%

mbl.is Stærri en Verkamannaflokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og líka í Samtök fullveldissinna

Þessir þingmenn, sem og þingmenn Hreyfingarinnar eru velkomin í Samtök fullveldissinna.  Reyndar hafa þingmenn Hreyfingarinnar haft opið boð í Samtök fullveldissinna síðan í fyrra sumar, áður en Hreyfingin klofnaði úr Borgarahreyfingunni.

Ekki að ég búist við því að "órólega deildin" taki öðru hvoru þessu boði.  Liklegast myndu þau virkja Rauðan vettvang frekar.


mbl.is Velkomin í Hreyfinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgafullir jafnaðarmenn

Íslenskir "jafnaðarmenn" eru sérstakir í sinni orðræðu.  Allir sem ekki eru sammála þeim eru rakkaðir niður og kallaðir öfgamenn.  En þegar meirihluti fólks aðhyllist aðrar skoðanir en svokallaðir jafnaðarmenn hlýtur maður að spyrja sig hvort það séu ekki þeir sem séu öfgamenn sem þola ekki skoðanir annara.

Tek fram að þetta er alhæfing og á ekki við alla sem kalla sig jafnaðarmenn.


mbl.is Stöðugir níðpóstar um Lilju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn ríkisstuðningur

Þá er ljóst að þau stjórnmálasamtök sem hefðu átt rétt á ríkisstuðningi lögum samkvæmt og voru ekki búin að skila inn ársreikningi fyrir 1. október geta engan stuðning fengið á næsta ári.

Svo er hægt að segja að öll stjórmálasamtök utan ein hafi brotið lög.

Lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra

 


mbl.is Fjögur stjórnmálasamtök skila reikningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband