12.8.2009 | 15:00
Munið samstöðufundinn á morgun.
Börn Íslands fylkja sér með InDefence og fleiri hópum á fimmtudaginn 13. ágúst frá kl. 17:00 - 18:00.
Verður þar um að ræða samstöðufund fyrir alla fjölskylduna þar sem tónlistarmenn og landsþekkt fólk kemur fram. Stuttar ræður og tónlistaratriði verða á staðnum.
Engin þörf er á pottum og sleifum.
Við hvetjum alþingi til þess að samþykkja ekki ríkisábyrgð miðað við núverandi Icesave samninga. Við erum ekki tilbúin að láta framtíð barna Íslands að veði.
Sýnum þingmönnum okkar, fulltrúum erlendra fjölmiðla og öðrum ríkjum í alþjóðasamfélaginu að Íslendingar standa saman. Við viljum sanngjarnan Icesave samning sem þjóðin getur staðið við.
![]() |
Allsherjarveð í eigum Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2009 | 11:53
Ég minni á samstöðufundinn á morgun.
Börn Íslands fylkja sér með InDefence og fleiri hópum á fimmtudaginn 13. ágúst frá kl. 17:00 - 18:00.
Verður þar um að ræða samstöðufund fyrir alla fjölskylduna þar sem tónlistarmenn og landsþekkt fólk kemur fram. Stuttar ræður og tónlistaratriði verða á staðnum.
Engin þörf er á pottum og sleifum.
Við hvetjum alþingi til þess að samþykkja ekki ríkisábyrgð miðað við núverandi Icesave samninga. Við erum ekki tilbúin að láta framtíð barna Íslands að veði.
Sýnum þingmönnum okkar, fulltrúum erlendra fjölmiðla og öðrum ríkjum í alþjóðasamfélaginu að Íslendingar standa saman. Við viljum sanngjarnan Icesave samning sem þjóðin getur staðið við.
![]() |
FT segir að jafna eigi Icesave-byrðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2009 | 18:06
Friendface?
Gæti þurft smá tíma til að hlaða.
![]() |
Facebook sækir að Google |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2009 | 16:21
Dauðadómur yfir flotgengisstefnu með verðbólgumarkmiði.
Eins og ég hef sagt áður þá var upptaka flotgengisstefnu með verðbólgumarkmiði ein verstu hagstjórnarmistök sem hafa verið gerð á lýðveldistímanum. Núna tekur Seðlabanki Íslands undir það að vissu marki.
Mér finnst samt vanta í skýrsluna (sem ég er ekki búinn að lesa vandlega ennþá) að velt sé upp möguleika á myntráði eða fastgengisstefnu tengda við myntkörfu.
Annars virtist mér lítið kjöt vera á þessari skýrslu annað en það að peningastefna Íslands og efnahagsstefna ríkisins síðasta áratug er harkalega í gegn, jafnvel harkalegar en hún á skilið.
![]() |
Ekki hagkvæmt gjaldmiðilssvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2009 | 09:34
Samstöðufundur í stað mótmæla.
Börn Íslands hafa hætt við að mótmæla á miðvikudaginn og fylkja sér í staðin með InDefence og fleiri hópum á fimmtudaginn 13. ágúst frá kl. 17:00 - 18:00.
Verður þar um að ræða samstöðufund fyrir alla fjölskylduna þar sem tónlistarmenn og landsþekkt fólk kemur fram.
Við hvetjum alþingi til þess að samþykkja ekki ríkisábyrgð miðað við núverandi Icesave samninga. Við erum ekki tilbúin að láta framtíð barna Íslands að veði.
Sýnum þingmönnum okkar, fulltrúum erlendra fjölmiðla og öðrum ríkjum í alþjóðasamfélaginu að Íslendingar standa saman. Við viljum sanngjarnan Icesave samning sem þjóðin getur staðið við.
![]() |
Stjórnarsamstarf undir Ögmundi komið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.8.2009 | 19:04
Hvað segir stjórnarskráin?
66. gr. [Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Með lögum má þó ákveða að maður missi þann rétt ef hann öðlast með samþykki sínu ríkisfang í öðru ríki. Útlendingi verður aðeins veittur íslenskur ríkisborgararéttur samkvæmt lögum.
Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hverjar sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.
Engum verður meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómara. Stöðva má þó brottför manns úr landi með lögmætri handtöku.
Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem eru settar með lögum.]
Leturbreyting er mín.
Þessi kona og börn hennar býst ég við að hafi íslenskan ríkisborgararétt og sé löglega búsett á landinu. Ég hefði þá talið að ekki væri hægt að vísa þeim úr landi. Nú getur verið að einhverjir samningar séu á milli Lýðveldisins Íslands og Bandaríkjanna, en þeir mega ekki brjóta í bága við stjórnarskrá.
Í svona máli væri eðlilegast að mál sé höfðað þar sem börnin eru búsett.
Bandaríska alríkislögreglan og Interpol hafa ekki lögsögu á Íslandi, þannig að ég ráðlegg þessari konu að finna sér góðan lögfræðing hér á Íslandi og fara ekki úr landi á meðan verið er að fara yfir málið.
![]() |
Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2009 | 23:37
Börn Íslands mótmæla.
Börn Íslands hafa boðað til mótmæla á Austurvelli miðvikudaginn 12. ágúst frá 17:00 - 18:00.
Nánari upplýsingar auglýstar síðar.
Ég hvet sem flesta til að mæta og bið fólk að láta þetta berast.
Breyting:
Börn Íslands fykja sér með samstöðufundi allrar fjölskyldunar með InDefence fimmtudaginn 13. ágúst frá 17:00 - 18:00
![]() |
Skoðanir enn skiptar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.8.2009 kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.8.2009 | 18:16
Þráinn Bertelsson og Borgarahreyfingin.
Mér fannst merkilegt að lesa umfjöllun DV um orð Þráins Bertelssonar í síðdegisútvarpi rásar2.
Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, segir að samflokksmenn sínir þau Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari ættu að taka pokann sinn og láta varamenn sína komast að. Þetta sagði Þráinn í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag.
Þráinn sagði að þingmennirnir hafi ekki fylgt stefnu flokksins eftir að þeir tóku sæti á þingi. Á vef RÚV er haft eftir Herberti Sveinbjörnssyni, formanni Borgarahreyfingarinnar, að innra starf hennar hafi staðið í ljósum logum síðan kosið var um aðildarumsókn að Evrópusambandinu en þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar, fyrrnefndir þrír þingmenn, sem Þráinn vill burt, greiddu atkvæði gegn umsókninni.
Þráinn sagði því ekkert til fyrirstöðu að hreyfingin gæti átt glæsilegan og samstæðan hóp að því gefnu að þingmennirnir taki pokann sinn og láti varamenn komast að.
Afhverju gengur Þráinn bara ekki til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar? Þar á hann jú best heima.
5.8.2009 | 14:35
Geta ekki hækkað tolla
Ég hjó eftir því í þessari frétt að sagt er:
Í framhaldi af niðurskurði útgjalda munum við leita leiða til að auka tekjur ríkisins. Aukin skattheimta og hækkun tolla er ein leið,
Búlgaría er reyndar í tollabandalagi Evrópusambandsins og hefur því engin völd yfir tollalöggjöf lengur. Tollabandalagið er einn þeirra hluta sem engar undanþágur eru veittar frá, aldrei.
![]() |
Blóðugur niðurskurður í Búlgaríu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2009 | 10:42
Grein Vefþjóðviljans.
síðasta mánuði fékk Andríki Capacent-Gallup til þess að spyrja landsmenn nokkurra spurninga fyrir sig um mál sem annað hvort voru ofarlega á baugi, eða hefðu átt að vera það.
Niðurstöður eru nú komnar og eru fróðlegar. Tveggja verður getið í dag, annarra síðar.
Um Evrópusambandið og inngöngu Íslands í það var spurt tveggja spurninga.
Spurt var: Ert þú hlynnt/ur eða andvíg/ur inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Niðurstöður urðu þær, að mjög hlynntur reyndust vera 17,1%, frekar hlynntur 17,6%, frekar andvígur voru 19,3% og mjög andvígur 29,2%. Hvorki né sögðust 16,9% vera.
Samkvæmt því voru 48,5% mjög andvíg eða frekar andvíg, en 34.7% frekar hlynnt eða mjög hlynnt, en 16,9% hvorki hlynnt né andvíg.
Ef þeim, sem völdu svarið hvorki né, er sleppt úr niðurstöðunum, eru því 58,3% frekar eða mjög andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en 41,7% frekar eða mjög hlynnt.
Könnunin var gerð dagana 16. til 27. júlí. Dagana þar á undan hafði mjög verið deilt um það á þingi hvort fara ætti fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að óska inngöngu í Evrópusambandið. Þótti því eðlilegt að spyrja einnig hvort fólk vildi þjóðaratkvæðagreiðslu um slíka ákvörðun, en eins og menn vita, var það niðurstaða meirihlutans á alþingi að ekki skyldi fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu.
Spurt var: Ert þú hlynnt/ur eða andvíg/ur því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu? Niðurstöður urðu þær, að að mjög hlynntur reyndust vera 45,3%, frekar hlynntur 15,6%, frekar andvígur voru 11,3% og mjög andvígur 17,9%. Hvorki né sögðust 9,9% vera.
Samkvæmt könnuninni eru því 60,9% eru frekar eða mjög hlynnt því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um þessa ákvörðun, en 29,2% frekar eða mjög á móti því að um hana fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla, en 9,9% segjast hvorki hlynnt né andvíg.
Ef þeim, sem völdu svarið hvorki né, er sleppt úr niðurstöðunum eru því 32,4% þeirrar skoðunar að ekki eigi að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu, en 67,6% vilja að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um það mál. Könnunin var gerð dagana 16. til 27. júlí og voru 1273 í úrtakinu. Af þeim svöruðu 717 og svarhlutfall var því 56,3%.
![]() |
Fleiri andvígir aðild að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Translate
Translate
Bloggvinir
-
Samtök Fullveldissinna
-
Rauður vettvangur
-
Heimssýn
-
Vinstrivaktin gegn ESB
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Börn Íslands
-
Félag Fólksins
-
Vaktin
-
Nýja Lýðveldið Ísland
-
Samstaða þjóðar
-
Hreyfingin
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Frjálshyggjufélagið
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Ísleifur Gíslason
-
Kolbrún Hilmars
-
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
-
Erla J. Steingrímsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Frosti Sigurjónsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Haraldur Hansson
-
Gullvagninn
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Valgeir
-
Þórhallur Heimisson
-
Valan
-
Már Wolfgang Mixa
-
Jón Lárusson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Ingi Þorvaldsson
-
Bjarni Harðarson
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Jón Valur Jensson
-
Héðinn Björnsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
-
Braskarinn
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
-
Vilhjálmur Árnason
-
Björn Heiðdal
-
Haraldur Baldursson
-
Ólafur Björn Ólafsson
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gregg Thomas Batson
-
Einar Björn Bjarnason
-
Guðni Karl Harðarson
-
Andrés.si
-
Rafn Gíslason
-
Sigurlaug B. Gröndal
-
Högni Jóhann Sigurjónsson
-
Guðrún Markúsdóttir
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
halkatla
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Umrenningur
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Guðmundur Karl Karlsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Vefritid
-
Birgitta Jónsdóttir
-
DÓNAS
-
Heimir Tómasson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurjón Páll Jónsson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Elle_
-
Himmalingur
-
Blogblaster
-
Sigurður Sigurðsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Guðni Þór Björnsson
-
molta
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
GK
-
Arinbjörn Kúld
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Sævar Guðbjörnsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Baldur Hermannsson
-
Aron Ingi Ólason
-
Ólafur Elíasson
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Sigrún Einars
-
Birgir R.
-
Jón Þór Ólafsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Grétar Eiríksson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy