. - Hausmynd

.

Ný skoðannakönnun Reykjavík síðdegis.

Reykjavík síðdegis framkvæmdi vefkönnun um fylgi flokkanna.  Þar sem ég hef svo gaman af því að taka tölulegar upplýsingar og setja þær fram á myndrænan hátt gat ég ekki stillt mig um það í dag.

Niðurstaða könnunar Reykjavík síðdegis lítur svona út:

 

Ég tók mig til og reiknaði út hvernig þetta hefði áhrif á skiptingu þingsæta.  Í fyrri myndinni er Annað tekinn sem eitt framboð, en í seinni myndinni er bara miðað við framboð sem eiga mann á þingi í dag.

Athugið að vefkannanir eru ekki áreiðanlegar, en ber að horfa til meira sem vísbendingar.


Breiðfylking almennings velur fólk í neyðarstjórn

Eftir Cillu Ragnarsdóttir.

 

Flokkarnir bíða aðeins eftir því að mótmæli hins almenna borgara og skuldara fjari út, svo að þeir geti teki upp fyrri siði. Segja má að víxlverkandi áhrif glæpsamlegrar vankunnáttu æðstu stjórnenda gömlu bankanna, einbeittur brotavilji svokallaðra útrásarvíkinga og algert getuleysi ríkisstjórnar og ríkisstofnanna að bregðast við vandanum hafi varðað leiðina í mesta efnahagshruni sem dunið hefur yfir þjóðina.

Ævisparnaður eldra fólks brennur upp. Lífeyrissjóðir tapa tugum milljarða af fé sem þeim er treyst fyrir. Ungt fólk sem lagt hefur fyrir til að eiga upp í kaup á íbúð er rænt aleigunni og hneppt í ævilanga skuldafjötra.

Stjórnvöld – íslenskir stjórnmálamenn - ætla almenningi að sætta sig við þetta. Á því er engin vafi.

Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæði fékk sýslumanninn á Akranesi til þess að sjá um rannsóknina á efnahagshruni landsins. Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, grátbað sýslumanninn um að taka verkið að sér.

Ríkisstjórnin sem tók við, ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, ætlaði líka að láta rannsókn sýslumannsins nægja. Við söfnuðum undirskriftum og kölluðum á eftir Evu Joly. Það gekk!

Það var fyrir tilverknað einstaklinga utan úr bæ og vegna þrýstings frá almenningi sem núverandi ríkisstjórn tók við sér. Annars sæti sýslumaðurinn ofan af Skaga enn við tómar hillur. Nú þarf að gera miklu betur en þetta.

Ráðamenn hafa ekki og munu ekki eiga frumkvæði að trúverðugri rannsókn á efnahagshruninu, vegna þess að þeir vilja ekki vita niðurstöðuna. Ég hef einsett mér að linna ekki látunum fyrr en slík rannsókn hefur farið fram. Ég neita því að hægt sé að skuldsetja börnin okkar fyrir lífstíð vegna vanhæfra stjórnmálamanna og siðblindra þrjóta úr hópi einkavina þeirra.

Ætlar almenningur á Íslandi að sætta sig við þetta?

Það má bara ekki gerast.

Nú er tækifæri til að ganga að flokksræðiskerfinu dauðu.

Þjóðin getur krafist þess að hér á landi verði sett utanþingstjórn/neyðarstjórn þegar og ef núverandi ríkisstjórn springur sem allt stefnir í. Þjóðin á rétt á að mynda sér skoðanir á því hvaða fólk hún treystir til að mynda neyðarstjórn sem á að undirstrika aðgreiningu framkvæmda- og löggjafarvalds með því að tilnefna hæfustu menn og konur í öll ráðherraembætti og hafa ekki verið á framboðslistum til alþingis.


Í kjölfar bankahrunsins hefur komið fram á sjónarsviðið fullt af duglegu og hæfu fólki utan flokkakerfisins, sem betur væri treystandi fyrir æðstu stjórn landsins. Það þyrfti að finna mjög kláran og reynslumiklan einstakling til að verða atvinnumálaráðherra í sameinuðu ráðuneyti iðnaðar, landbúnaðar og sjávarútvegs.

Ég vil traustan og góðan mann í fjármálaráðuneytið til að sjá fram úr því hvernig við eigum að borga til baka þá þúsundir milljarða, sem ríkisstjórn afglapa og útrásargæðingarnir hafa skellt á bak okkar. Þá ætti einnig að stilla upp nýjum seðlabankastjóra, til dæmis Þorvaldi Gylfasyni prófessor, og heita því að sameina Seðlabanka og fjármálaeftirlit.

Á einu ári fór Ísland á hvolf. Ári seinna er landið enn á hvolfi.

Á tæpu einu ári hefur þjóðin farið í gegnum hamfarir sem urðu til af manna völdum.

Á einu ári hafa stjórnvöld ákveðið að hinn saklausi borgari skuli borga skuldir óreiðumanna.

Á einu ári hafa stjórnvöld ákveðið að afkomendum okkar verði einnig gert að greiða skuldirnar.

Á einu ári hefur þjóðin þurft að tileinka sér nýja hugsunarhætti, lífhætti og hugtök svo um munar.

Á einu ári hefur enginn verið handtekinn nema skinkuþjófar og skemmdarvargar sem skvetta málningu.

Það er eitthvað að, eitthvað sem stemmir ekki?

Ég vil neyðarstjórn og alla þá erlendu aðstoð sem landið getur fengið sér til hjálpar strax!

 


mbl.is 10 vikna umfjöllun að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira af þessu, takk!

Það er gott að sjá ágæta uppskeru í tilraunaverkefninu á Þorvaldseyri.  Um 1 tonn af olíu ætti að fást upp úr þessum eina hektara, olíu sem er t.d. hægt að brenna í díselvélum.

Ég býst svo við því að hratið verði nýtt í fóðurköggla fyrir búfénaðinn.

Ég vil hvetja þá sem koma að þessu verkefni til að auka ræktunina á næsta ári og skoða aðrar olíuríkar plöntur, t.d. hamp, sem gætu hentað hér á landi og bjóða upp á sambærilega eða meiri olíuuppskeru.


mbl.is Þreskja repju á Þorvaldseyri og ætla að vinna olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að auka áróður ???

Tók virkilega enginn eftir þessu?  Er ríkisstjórnin farin að leggja blessun sína yfir áróður samhliða fræðslu?  Ég bara spyr.

Að auka áróður og fræðslu um umhverfisáhrif og kostnað mismunandi samgöngukosta. 

 


mbl.is Friðland í Þjórsárverum stækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikur - Bandalög heimsins.

Mér datt í hug að setja upp smávægilegan leik sem reynir á gagnrýna hugsun, hugmyndaflug og góð rök.  Hugmyndin kviknaði út frá pælingum mínum á vef Guðmundar Ásgeirssonar í gær.

En málið er einfalt.  Ég vil að þið skoðið möguleika á ríkjabandalögum í öllum heiminum og færið sæmileg rök fyrir því hvers vegna viðkomandi lönd eiga hagsmuni saman.  Ég tók mér það bessaleyfi að byrja og er búinn að setja inn á myndina ESB ásamt fyrirséðum stækkunum, "Atlantis" (Noregur, Ísland, Grænland, Færeyjar, Skotland og Írland) og N-Ameríkubandalag.  Ég mun svo uppfæra myndina eftir því sem fleiri bandalög myndast.

Unions

 

Ath.  Þessi leikur endurspeglar ekki hugmyndir höfundar.  Leikurinn er eingöngu hugsaður til skemmtunar.


mbl.is Ísland og Noregur myndi með sér bandalag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byggðaþróunin snýst við.

Íbúum á landinu fækkar, en líklega er það mest vegna erlendra verkamanna sem hafa ekki lengur vinnu.  Byggðaþróunin virðist líka vera að snúast við því íbúm fjölgar á flestum stöðum á landinu utan höfuðstaðarins.

Á landsbyggðinni er mun minna atvinnuleysi og erfitt er oft að fá sérhæft fólk í laus störf.  Þetta leiðir vonandi til þess að fólk flytji þaðan sem atvinnuleysi er mikið þangað sem það er minna.

Ef allt þróast svo eðlilega næstu áratugi sjáum við vonandi einn eða tvo þéttbýlisstaði á landsbyggðinni sem geta verið mótvægi við höfuðborgarsvæðið.


mbl.is Íbúum á Íslandi hefur fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutfallslega færri en á samstöðufundinum í gær.

Í Kaupmannahöfn búa tæpar 1,2 milljón manna en í Reykjavík tæp 120.000.  Ef höfuðborgarsvæðin í heildina eru tekin saman eru á Kaupmannahafnarsvæðinu u.þ.b. 1,9 milljón íbúar en tæp 200.000 á Reykjavíkursvæðinu.

S.s. yfirfært á Reykjavík samsvarar þetta því að 1.000 - 1.500 manns hefðu mótmælt miðað við tölur lögreglu en 2.500 miðað við tölur mótmælenda.

Lögregla höfuðborgarsvæðisins áætlaði að tæplega 3.000 manns hefði verið saman komin á Austurvelli í gær.


mbl.is Stór mótmæli í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liberal nationalism - Frjálslynd þjóðhyggja

Þeir sem hafa hæst um öfgaþjóðernishyggju ættu að lesa þetta og bera saman við stefnu Samtaka Fullveldissinna.

 

From Wikipedia, the free encyclopedia

 

 

Liberal nationalism is a kind of nationalism identified by political philosophers who believe that there can be a "non-xenophobic"  form of nationalism compatible with liberal values of freedom, tolerance, equality, and individual rights. Ernest Renan and John Stuart Mill are often thought to be early liberal nationalists. Liberal nationalists often defend the value of national identity by saying that individuals need a national identity in order to lead meaningful, autonomous lives and that liberal democratic polities need national identity in order to function properly.

Liberal nationalism, also known as civic nationalism or civil nationalism, is the form of nationalism in which the state derives political legitimacy from the active participation of its citizenry (see popular sovereignty), from the degree to which it represents the "general will". It is often seen as originating with Jean-Jacques Rousseau and especially the social contract theories which take their name from his 1762 book The Social Contract.

Liberal nationalism lies within the traditions of rationalism and liberalism, but as a form of nationalism it is contrasted with ethnic nationalism. Membership of the civic nation is considered voluntary, as in Ernest Renan's classical definition of the nation as a "daily plebiscite" characterized by the "will to live together". Civic-national ideals influenced the development of representative democracy in countries such as the United States and France (see the United States Declaration of Independence of 1776, and the Declaration of the Rights of Man and of the Citizen of 1789).

States in which civic forms of nationalism predominate are often (but not always) ex-settler colonies such as the United States, Canada, Mexico, Brazil, and Argentina, in which ethnic nationalism is difficult to construct on account of the diversity of ethnicities within the state. A notable exception is India, an ex-plantation colony, where civic nationalism has predominated due to the country's unparalleled linguistic, religious and ethnic diversity. Civic-nationalist states are often characterized by adoption of the jus soli (law of the soil) for granting citizenship in the country, deeming all persons born within the integral territory of the state citizens and members of the nation, regardless of their parents' origin. This serves to link national identity not with a people but rather with the territory and its history, and the history of previous occupants of the territory unconnected to the current occupants are often appropriated for national myths.

Even though nationalist parties in Europe generally have ethnicity as their uniting factor, there have been notable exceptions. The Scottish National Party and Plaid Cymru in the United Kingdom rarely refer to ethnicity in their nationalism.  This is usually in contrast to the ethnic nationalist British National Party. The SNP and Plaid Cymru were the first political parties to field successfully elected candidates of an ethnic minority background in the devolved institutions of their respective nations - Bashir Ahmad in the Scottish Parliament, Mohammad Asghar in the Welsh Assembly; both are Muslims of Pakistani origin.

 


Hvet sem flesta til að mæta.

Börn Íslands fylkja sér með InDefence og fleiri hópum í dag frá kl. 17:00 - 18:00.

Verður þar um að ræða samstöðufund fyrir alla fjölskylduna þar sem tónlistarmenn og landsþekkt fólk kemur fram.  Stuttar ræður og tónlistaratriði verða á staðnum.

Engin þörf er á pottum og sleifum.

Facebook síða Barna Íslands.

Við hvetjum alþingi til þess að samþykkja ekki ríkisábyrgð miðað við núverandi Icesave samninga. Við erum ekki tilbúin að láta framtíð barna Íslands að veði.

Facebook síða InDefence.

Sýnum þingmönnum okkar, fulltrúum erlendra fjölmiðla og öðrum ríkjum í alþjóðasamfélaginu að Íslendingar standa saman. Við viljum sanngjarnan Icesave samning sem þjóðin getur staðið við.

 

Nokkur hundruð manns hafa staðfest komu sína hjá þessum tveim hópum í gegnum facebook samskiptasíðuna. 


mbl.is Samstöðufundur vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband