16.7.2009 | 08:40
Reuters og DW líka
Þær ræddu meðal annars við mig.
![]() |
Umræður á þingi vekja athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.7.2009 | 08:37
Rétt eins og ég lýsti í gærkvöldi.
![]() |
Mikil óvissa um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009 | 22:22
Hiti í fólki á Austurvelli og þrúgað andrúmsloft á þinginu
Enn stóð ég vaktina á Austurvelli og inni á alþingi frá 14:00 til 21:00 í dag.
Á Austurvelli er hiti í fólki, jafnvel þótt það blási köldu af og til. Ekki var þó mikið af fólki en ég gæti giskað á að hátt í 100 hafi verið viðloðandi mótmæli þegar mest var. Barið var í stórt og mikið gong og blásið í lúðra. Fólk kallaði að alþingishúsinu og var einn mótmælandinn með gjallarhorn. Hópur fólks tók sig til og plantaði 100 íslenskum fánum í blómabeðin á Austurvelli. Þarna voru líka félagar í Heimssýn sem dreifðu bæklingnum "12 ástæður til að hafna Evrópusambandsaðild".
Sumir voru heitari en aðrir í mótmælum sínum og kölluðu ókvæðisorð að þingmönnum og ráðherrum Samfylkingarinnar sérstaklega en minna að öðrum.
Ég náði því aftur að vera í fjölmiðlaumfjöllun, en fréttaritarar Reuters og DW tóku við mig viðtöl. Fáir innlendir fréttamiðlar virðast þó sýna mótmælendum athygli.
Inn á þingi og meðal þingmanna var mun þrúgaðra andrúmsloft. Ég talaði við þó nokkra þingmenn í dag með mismunandi árangri. Í matsal alþingis var fólk að stinga saman nefjum og ræða yfirvofandi atkvæðagreiðslur. Enn telja nokkrir þingmenn að breytingartillaga varðandi tvöfalda atkvæðagreiðslu gæti gengið í gegn, en eru jafnframt á þeirri skoðun að tillaga ríkisstjórnar muni líklega vera samþykkt. Enn eru báðar þessar tillögur tvísýnar.
Ég hef einnig verið að ræða við starfsmenn þingsins og telja margir þeirra þetta mál vera "skrípaleik" svo ég noti þeirra eigin orð. Töluðu þeir um skort á umræðum á því sem skipti mestu máli: Skjaldborgina margfrægu.
Einstaka þingmenn heyrðu víst viðtalið við mig í síðdegisútvarpi rásar2 og fékk ég hrós fyrir hve málefnalegur ég var. Það ætti ekki að koma á óvart að ég efldist allur við það.
En eins og ég sagði í síðustu færslu minni þá er ég þrjóskari en andskotinn og mun því mæta aftur á morgun til að reyna að breyta skoðunum þingmanna.
![]() |
Niðurstaða um ESB á hádegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.7.2009 | 09:39
Ég er þrjóskari en andskotinn - helstu atburðir gærdagsins
Ég held áfram að mæta niður á alþingi til að ræða við þingmenn ásamt því að ræða við almenning á Austurvelli í dag. Ég byrja á að mæta á Súfistann í Lækjargötu á milli 13:30 og 14:00. Ég bið fólk um að sýna mér biðlund ef ég skyldi vera seinn á ferð, en ég þarf að keyra um fjögur sveitarfélög og yfir heiði til að komast niður í miðbæ höfuðborgarinnar.
Ég hvet alla sem geta að hafa samband við sem flesta þingmenn á hvaða hátt sem þeir geta, jafnvel með SMS-skeyti. Munið að best er að ræða við þá af kurteisi því þannig komast okkar skilaboð helst til skila. Við viljum tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, en til vara að enginn sitji hjá við atkvæðagreiðsluna um þetta stærsta mál frá lýðveldisstofnun.
Hér er hægt að nálgast tölvupóstföng og símanúmer þingmanna: http://www.althingi.is/dba-bin/thmn.pl?lthing=.&tegund=%DE&nuvam=1
Þá eru það atburðir gærdagsins:
Morguninn fór allur í það að senda út tölvupósta og símtöl ásamt því að skrifa og lesa á bloggsíðum. Ég var seinn á ferð til Reykjavíkur vegna símtala sem ég fékk rétt áður en ég lagði af stað þannig að einhverjir sem ætluðu að hitta á mig á Súfistanum gáfust upp á mér.
Rétt eftir klukkan tvö rölti ég á Austurvöll og fékk mér sæti á bekk í sv-horni vallarins ásamt mótmælendunum sem hafa staðið vaktina núna vikum saman. Ég gaf mér tíma í að ræða við þá og annað fólk sem hafði áhuga á að tala við mig.
Eftir það tók við að reyna að ná þingmönnum. Einhverja náði ég að ræða við á meðan þau gengu framhjá og aðra fékk ég til að taka á móti mér eða ræða við mig í alþingisgarðinum (margir þingmenn reykja).
Um klukkan 16:40 var ég í beinni útsendingu í síðdegisútvarpi rásar2, þar sem ég ræddi við Lindu Blöndal. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér.
Klukkan 20:00 skunduðum við á Þingvöll til að treysta vor heit. Ekki var veðrið hið besta, um 10°C og norðan blástur, þannig að ekki komu þessi nokkur þúsund sem ég sagði í útvarpinu, en fjöldinn skiptir ekki máli. Hver og einn var þarna vegna eigin hugsjónar.
Ég var svo ekki kominn heim fyrr en um 22:30 og gat þá loksins fengið mér eitthvað að borða. Kettirnir fjórir og eiginkonan voru ánægð að sjá mig og ég þau.
![]() |
Atkvæði greidd um ESB-tillögur síðdegis í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.7.2009 | 08:46
Fjölmennum
Ég hvet fólk til að fjölmenna að alþingi í dag til þess að ræða við sína þingmenn. Þótt þingmenn séu eingöngu bundnir af eigin sannfæringu inni á þingi þá getur sannfæring þeirra breyst vegna aðstæðna eða aukinna upplýsinga.
Ég verð þarna enn og aftur í dag.
![]() |
Atkvæði greidd um ESB í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2009 | 22:54
Það geri ég líka.
Já svo sannarlega hrósa ég Ásmundi líka. Ég hitti kappann á sunnudagskvöldið og hef mikið álit á honum eftir það. Ekki vegna þess að hann er sammála mér þegar kemur að afstöðu gagnvart ESB, heldur vegna þess hve heiðarlegur og sjálfum sér samkvæmur hann virkar.
Ég hef verið viðloðandi þingið eins og þeir sem hlustuðu á síðdegisútvarp rásar2 hafa kannski heyrt og hef verið að ræða við þá þingmenn sem ég ef náð í. Sumir þeirra hafa komið mér á óvart hversu manneskjulegir þeir er, og aðrir sem maður bjóst við meiru af reynast ekki vera neitt sérstakir.
Ég mun halda minni baráttu áfram næstu daga og er hverjum sem er velkomið að koma á Austurvöll og ræða við mig. Ég bendi líka á síðustu færslur fyrir þá sem vilja frekari upplýsingar.
Ég skal reyna að skrifa færslu seinna í kvöld um viðburði dagsins en það gæti verið að mér endist ekki orka í það fyrr en í fyrramálið.
![]() |
Sjálfstæðismenn hrósa Ásmundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2009 | 10:19
Vér mótmælum allir!
Ég hvet alla sem geta að hafa samband við sem flesta þingmenn á hvaða hátt sem þeir geta, jafnvel með SMS-skeyti. Munið að best er að ræða við þá af kurteisi því þannig komast okkar skilaboð helst til skila. Við viljum tvöfallda þjóðaratkvæðagreiðslu, en til vara að enginn sitji hjá við atkvæðagreiðsluna um þetta stærsta mál frá lýðveldisstofnun.
Hér er hægt að nálgast tölvupóstföng og símanúmer þingmanna: http://www.althingi.is/dba-bin/thmn.pl?lthing=.&tegund=%DE&nuvam=1
-----------------------------------------------------------------------
Mætum öll á Þingvöll til að heita á land okkar og þjóð.
Þriðjudaginn 14. Júlí klukkan 20.00 mun hópur fólks mæta á Þingvöll í litlu sætin fyrir framan miðja Almannagjá á svæðinu fyrir ofan Þingvallakirkju. Þar munu þeir sem vilja fara með heit sín til lands og þjóðar.
Tilgangurinn með þessu er að vekja samhug okkar allra með fullvalda og frjálsri þjóð.
Þessi gjörningur verður ekki á vegum neinna samtaka eða annarra hópa, heldur er um einstaklinga að ræða sem koma allsstaðar að.
Guðni Karl Harðarson er hugmyndasmiðurinn á bak við þennan gjörning.
Ég hvet sem flesta til að mæta.
http://www.facebook.com/event.php?eid=101715792907&ref=mf
![]() |
Áfram deilt um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2009 | 20:08
Atburðir dagsins og gjörningur annað kvöld
Í framhaldi af því var ferðinni heitið að alþingishúsinu til að reyna að ná tali af alþingismönnum. Við náðum ekki nema fimm þegar ég þurfti frá að hverfa en aðrir tóku við kyndlinum og vonuðust til að ná í það minnsta tveim í viðbót. Við sátum reyndar á þingpöllum þegar Jóhanna sagði:
Mér heyrist hv. þingmaður bera mikla umhyggju fyrir áframhaldandi starfi þessarar ríkisstjórnar þannig að við skulum vona að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að þessi ríkisstjórn starfi áfram.
Baráttan heldur áfram næstu daga og munum við hittast hvern dag á Súfistanum klukkan 13:30 og höldum þaðan að alþingi. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.
Ég hvet alla sem geta að hafa samband við sem flesta þingmenn á hvaða hátt sem þeir geta, jafnvel með SMS-skeyti. Munið að best er að ræða við þá af kurteisi því þannig komast okkar skilaboð helst til skila. Látið þá vita að þið viljið ekki að neinn sitji hjá við atkvæðagreiðsluna um þetta stærsta mál frá lýðveldisstofnun.
Hér er hægt að nálgast tölvupóstföng og símanúmer þingmanna: http://www.althingi.is/dba-bin/thmn.pl?lthing=.&tegund=%DE&nuvam=1
-----------------------------------------------------------------------
Mætum öll á Þingvöll til að heita á land okkar og þjóð.
Þriðjudaginn 14. Júlí klukkan 20.00 mun hópur fólks mæta á Þingvöll í litlu sætin fyrir framan miðja Almannagjá á svæðinu fyrir ofan Þingvallakirkju. Þar munu þeir sem vilja fara með heit sín til lands og þjóðar.
Tilgangurinn með þessu er að vekja samhug okkar allra með fullvalda og frjálsri þjóð.
Þessi gjörningur verður ekki á vegum neinna samtaka eða annarra hópa, heldur er um einstaklinga að ræða sem koma allsstaðar að.
Guðni Karl Harðarson er hugmyndasmiðurinn á bak við þennan gjörning.
Ég hvet sem flesta til að mæta.
13.7.2009 | 12:12
Fundur í gær
Samtök Fullveldissinna héldu opinn spjallfund í gærkvöldi og mættu til okkar tveir alþingismenn, þeir Ásmundur Einar Daðason, VG og Pétur Böndal, Sjálfstæðisflokki. Fundurinn sjálfur var vel mættur miðað við með hve skömmum fyrirvara boðað var til hans.
Rætt var um mögulega aðildarumsókn Ríkisstjórnar að ESB og Icesave samningana. Voru fundarmenn sammála um það að fólk ætti að taka sig til og hafa samband við sem flesta alþingismenn, helst í eigin persónu en í síma eða tölvupósti annars, og gera þeim grein fyrir sinni afstöðu sem kjósenda. Jafnframt var minnst á að auka fjölda fólks á Austurvelli í friðsömum mótmælum og fjölmenna á þingpalla.
Ég mun sjálfur vera við og í þinghúsinu næstu þrjá daga frá klukkan 14:00 - 17:00 ef einhverjir vilja slást í hópinn. Ef einhver vill hittast fyrr þá verð ég á Súfistanum við Lækjargötu frá 13:30 - 14:00 klæddur í svartan leðurjakka og með íslenska fánann í hendi.
Hér er listi yfir alþingismenn og netföng og símanúmer þeirra.
![]() |
Vonast til að ESB-mál verði leitt til lykta á Alþingi í vikunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2009 | 11:13
Minni á fund í kvöld
Ég vil minna fólk á fund Samtaka Fullveldissinna í kvöld.
Rætt verður um afstöðu þingsins til ESB og hvort meirihluti sé til staðar. Einnig verður rætt um Icesave á sömu forsendum. Einhverjir þingmenn hafa boðað komu sína sem óvæntir gestir.
![]() |
Hjáseta kann að ráða úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Translate
Translate
Bloggvinir
-
Samtök Fullveldissinna
-
Rauður vettvangur
-
Heimssýn
-
Vinstrivaktin gegn ESB
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Börn Íslands
-
Félag Fólksins
-
Vaktin
-
Nýja Lýðveldið Ísland
-
Samstaða þjóðar
-
Hreyfingin
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Frjálshyggjufélagið
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Ísleifur Gíslason
-
Kolbrún Hilmars
-
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
-
Erla J. Steingrímsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Frosti Sigurjónsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Haraldur Hansson
-
Gullvagninn
-
Gunnar Rögnvaldsson
-
Valgeir
-
Þórhallur Heimisson
-
Valan
-
Már Wolfgang Mixa
-
Jón Lárusson
-
Jóhannes Þór Skúlason
-
Jón Ingi Þorvaldsson
-
Bjarni Harðarson
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Jón Valur Jensson
-
Héðinn Björnsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
-
Braskarinn
-
Þór Ludwig Stiefel TORA
-
Vilhjálmur Árnason
-
Björn Heiðdal
-
Haraldur Baldursson
-
Ólafur Björn Ólafsson
-
Anna Karlsdóttir
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Gregg Thomas Batson
-
Einar Björn Bjarnason
-
Guðni Karl Harðarson
-
Andrés.si
-
Rafn Gíslason
-
Sigurlaug B. Gröndal
-
Högni Jóhann Sigurjónsson
-
Guðrún Markúsdóttir
-
Hinrik Þór Svavarsson
-
halkatla
-
Davíð S. Sigurðsson
-
Umrenningur
-
Kristín Magdalena Ágústsdóttir
-
Guðmundur Karl Karlsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Vefritid
-
Birgitta Jónsdóttir
-
DÓNAS
-
Heimir Tómasson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurjón Páll Jónsson
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Óskar Helgi Helgason
-
Elle_
-
Himmalingur
-
Blogblaster
-
Sigurður Sigurðsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Guðni Þór Björnsson
-
molta
-
Sóldís Fjóla Karlsdóttir
-
GK
-
Arinbjörn Kúld
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Sævar Guðbjörnsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Þórður Björn Sigurðsson
-
Baldur Hermannsson
-
Aron Ingi Ólason
-
Ólafur Elíasson
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Sigrún Einars
-
Birgir R.
-
Jón Þór Ólafsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Grétar Eiríksson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy