29.7.2010 | 09:49
Líf án vatns
Í gær var samþykkt hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna tímamótayfirlýsing um að aðgangur að hreinu drykkjarvatni séu almenn mannréttindi. Í raun er aðgangur að drykkjarvatni mun meira en mannréttindi þar sem mannskepnan getur ekki lifað meir en þrjá daga án vatns.
Atkvæðagreiðslan fór þannig fram að 122 ríki samþykktu tillöguna, 41 ríki sat hjá og 29 voru ekki viðstödd. Lýðveldið Ísland var eitt þeirra ríkja sem einhverra hluta vegna var ekki tilbúið að samþykkja það að aðgangur að vatni séu sjálfsögð mannréttindi sem er ekkert annað en hneisa. Þegar á landinu er svokölluð "rauð-græn" ríkisstjórn sem ætti að taka vel í svona mál ákveða þau að skila auðu. Telur ríkisstjórn íslands það ekki vera mannréttindi að íbúar landsins hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni og að íbúar alls heimsins ættu að búa við sömu manréttindi? Svar óskast.
Ísland sat hjá á þingi SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy
Athugasemdir
Tóku embættismenn fram fyrir hendur stjórnmálamanna?
Jón Óskarsson 29.7.2010 kl. 09:58
Það er líka góð spurning.
Axel Þór Kolbeinsson, 29.7.2010 kl. 09:59
Á borgarafundi um Magma málið í gærkvöldi kom fram að vatnsréttindi eru ekki þjóðareign á Íslandi, heldur á forræði hvers sveitarfélags fyrir sig. Hér eru tilvitnanir úr vatnalögum:
4. gr. Eignarréttur að vatni. Fasteign hverri, þar með talið þjóðlendu, fylgir eignarréttur að því vatni sem á henni eða undir henni er eða um hana rennur.
15. gr. Forgangur að vatni. ...Sveitarfélag skal hafa forgangsrétt til töku vatns til vatnsveitu á eftir heimilis- og búsþörfum fasteignareigenda...
Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2010 kl. 10:12
Það er í sjálfu sér ekki í andstöðu við yfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna því þar er talað um öruggt, hreint, aðgengilegt og á viðráðanlegu verði.
Ég tek eftir því að aðrir sem hafa bloggað við þessa frétt taka því sem svo að vatn eigi að vera skaffað frítt, en það er ekki talað um það í yfirlýsingunni, heldur að aðgangur að vatni eigi að vera á viðráðanlegu verði fyrir alla.
Axel Þór Kolbeinsson, 29.7.2010 kl. 10:20
Viðráðanlegt verð fyrir þann sem er blankur er 0,- kr./l
Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2010 kl. 10:47
Jamm, en það er samt alltaf einhver sem borgar fyrir vatnið eða dreifinguna á því hvort sem það er bein gjaldtaka eða í skattheimtunni.
Axel Þór Kolbeinsson, 29.7.2010 kl. 10:52
Stendur nokkurs staðar í yfirlýsingunni að vatnslindir verði þar með heimseign? Nú eða þeir sem eigi nóg af hjáflæði af til-þess-að-gera-hreinu H2O skuli skaffa öðrum sisvona? Held ekki.....
Annars er hellingur til af vatni, bara ekki alltaf á réttum stað, og sýnist mér nú að gjörningurinn snúist um umbætur í vatnsmálum heimsins frekar en að til standi að tappa af öllu ferskvatni landans beint við ósa og fljúga því á brott.
Sjór er 70% + af yfirborði jarðar, og er t.a.m. notaður sem drykkjarvatn í Dubai. Læt ég það eftir klárum kollum að átta sig á því hvernig það getur verið....hvað þá á svo dýrum stað. (Hann er reyndar passlega saltur til suðu á núðlum)
En þar sem mest vantar vatn er oft fátækt og fjarlægð við vatn sem veldur. Finnst mér því afstaða Íslendinga í málinu algerlega afkáraleg, og það sérdeilis í miðri MAGMA deilunni.
Jón Logi 29.7.2010 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.