. - Hausmynd

.

Inngönguferlið og áróðurinn

Það hefur verið vitað af þeim sem vilja vita að inngönguferlið að Evrópusambandinu felur í sér aðlögun að reglum sambandsins.  Rétt eins og þegar einstaklingar ganga í einhvern félagsskap og samþykkja að vinna eftir samþykktum þeirra.  Þegar ríki gengur í Evrópusambandið eru hinsvegar ýmsar stærri breytingar sem þurfa að eiga sér stað sem tekur tíma að hrinda í framkvæmd og því er samið um aðlögunartíma, og mögulegar sérútfærslur innan ramma reglnanna.

Ýmsir hafa hinsvegar reynt að haga orðum sínum þannig að skiljast megi að yfir standi samningaviðræður á milli tveggja jafnsettra aðilla.
mbl.is ESB leggur milljarða í aðlögun Íslands að stofnana- og regluverki þess
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einföld samlíking

Þú skilur heimilið þitt eftir ólæst á meðan þú ferð í helgarferð.  Þegar þú kemur til baka er búið að tæma allt út úr því.  Það er ekki þér að kenna að einhver hafi brotist inn og rænt öllu frá þér, en þú hefðir  mögulega getað gert eitthvað öðruvísi til að minnka líkurnar á því að þetta gerðist.
mbl.is „Brotaþoli getur aldrei borið ábyrgð á ofbeldisverknaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um viðbrögð bloggara við verkfallsaðgerðum

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með viðbrögðum ýmissa bloggara við verkfallsaðgerðum slökkvuliðs og sjúkraflutningamanna.  Sumir vilja fá lög á verkfallið og aðrir telja aðgerðirnar jaðra við hryðjuverk.

Verkfall þessa hóps er löglega boðað, og tilkynnt þeim sem verkfallið beinist gegn 7 sólarhringum áður en verkfallið hefst eða fyrr.  Lögin sem farið er eftir eru síðan 1938 og þóttu mikil réttindabót á sínum tíma.  Það að fólk hafi áhuga á að afnema tímabundið eða alfarið réttindum sem við höfum haft í rúmlega 70 ár er út í hött.


mbl.is ASÍ gagnrýnir FÍ og Isavia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt kjaftæði

Ég tók þátt í síðasta þjóðfundi og þótt það hafi verið gaman þá hefur lítið komis út úr honum.  Formið býður ekki upp á þá dýpt sem þarf til þegar umfjöllunarefnið er eitthvað sem máli skiptir.

Núverandi stjórnarskrá lýðveldissins er ágæt fyrir margar sakir en það sem hefur vantað er virðing stjórnmálastéttarinnar fyrir henni.  Ólíklegt er að sú stétt muni bera eitthvað meiri virðingu fyrir nýrri stjórnarskrá.  Það sem þyrfti helst að vera hér er stjórnlagadómstóll.

Ég mun líklega gefa kost á mér til stjórnlagaþings.


mbl.is Þjóðfundur um stjórnarskrá í nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líf án vatns

Í gær var samþykkt hjá allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna tímamótayfirlýsing um að aðgangur að hreinu drykkjarvatni séu almenn mannréttindi.  Í raun er aðgangur að drykkjarvatni mun meira en mannréttindi þar sem mannskepnan getur ekki lifað meir en þrjá daga án vatns.

Atkvæðagreiðslan fór þannig fram að 122 ríki samþykktu tillöguna, 41 ríki sat hjá og 29 voru ekki viðstödd.  Lýðveldið Ísland var eitt þeirra ríkja sem einhverra hluta vegna var ekki tilbúið að samþykkja það að aðgangur að vatni séu sjálfsögð mannréttindi sem er ekkert annað en hneisa.  Þegar á landinu er svokölluð "rauð-græn" ríkisstjórn sem ætti að taka vel í svona mál ákveða þau að skila auðu.  Telur ríkisstjórn íslands það ekki vera mannréttindi að íbúar landsins hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni og að íbúar alls heimsins ættu að búa við sömu manréttindi?  Svar óskast.


mbl.is Ísland sat hjá á þingi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðismenn lélegri að mótmæla

Þetta er áhugaverð könnun sem slík, en það sem má lesa út úr henni er að þrátt fyrir að fleiri telji mótmæli og þ.h. endurspegli vilja meirihluta þjóðarinnar mæta samt færri á mótmælafundi.  Þegar ekki er hægt að ná saman fleiri en 500 manns til að mótmæla hugsar maður sem svo að Hannes Hólmsteinn hafi kannski haft rétt fyrir sér.  Hægri menn vilja bara græða á daginn og grilla á kvöldin.

Hvernig væri nú að taka smá pásu frá grillinu og reyna að hafa áhrif á gang mála hér í þjóðfélaginu?


mbl.is Endurspegli viðhorf meirihluta þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ber allt að sama brunni

Flest þau mál sem snert hafa okkur Íslendinga illa, eins og bankahrunið og sala orkufyrirtækja á sér sama upphafspunkt ef fólk lítur á heildarmyndina:  EES-samningurinn.


mbl.is Vill fund um Magma í iðnaðarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líf og skuldir

"Í meginatriðum, það sem AGS vildi að við gerðum var að gengisfella gjaldmiðil okkar. Þetta var fyrst. Að gera gjaldmiðil okkar ódýrari... og fyrst samfélag okkar er svo miklu leyti háð innfluttum matvælum, innfluttu eldsneyti, innfluttum skólabókum, innfluttum lyfjum. Þegar við gengisfellum er kostnaði við innfluttar vörur velt á íbúana. Það hefur leitt til þess að hagkerfið í dag er mikið meira undir stjórn útlendinga, ekki endilega þó vegna beins eignarrétts, heldur sem kröfuhafar skulda. "

 


mbl.is Mótmælt við skrifstofu AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert brunnið

Þótt einhverjum hefði dottið í hug að kveikja í hindruninni þá hefði ekkert brunnið nema það, þar sem hurðin er úr málmi og húsið úr steini.

Þetta voru færanleg vegavinnugrindverk og annað svipað sem var ætlað til þess að hægja á fólki í að komast út/inn.

  • Klukkan 9:30 við Stjórnarráðið
  • Klukkan 12:00 við Seðlabankann
  • Klukkan 18:00 á Austurvelli
Sjáumst.
mbl.is Höfðu áhyggjur af eldsmat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband