. - Hausmynd

.

Endalok íslenskrar fákeppni?

Þetta er með betri fréttum dagsins, en þó er ekki tímabært að fagna.  Þingið á eftir að taka málið fyrir og þar getur frumvarpið breyst eitthvað í meðförum.

Ef vel tekst til verður samkeppniseftirlitinu vonandi líka gefin heimild til að skipta upp stórum fyrirtækjum í þeim geirum sem um fákeppni er að ræða eins og t.d. matvöruverslunum og eldsneytisfyrirtækjum.


mbl.is Auknar heimildir Samkeppniseftirlits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skekkja kannana

Í flestum könnunum á fylgi stjórnmálaflokka er ákveðin skekkja miðað við niðurstöður kosninga.  Ég veit ekki hvort sú skekkja er vegna þeirrar aðferðafræði sem er notuð eða vegna mannlegs eðlis.  Þetta birtist í því að Framsóknarflokkurinn mælist með 1 - 2 prósentustig minna en hann fær úr kjörkössunum og VG mælist með 1 - 2 prósentustigum meira en það fær úr kjörkössunum.

Ef við tökum okkur til og gerum ráð fyrir að 1 prósentustig færist af VG yfir á Framsókn gerist svolítið athyglivert:


Könnunfulltr.Leiðréttfulltr.
B5,60%06,60%1
D39,40%739,40%6
F1,50%01,50%0
H0,40%00,40%0
S26,30%426,30%4
V14,20%213,20%2
Æ12,70%212,70%2

Sjálfstæðisflokkurinn missir mann yfir til Framsóknar en aðrir halda sínum borgarfulltrúum.

Reiknilíkan hér.

mbl.is Jón Gnarr: „Við stefnum hærra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn ekki langt frá manni

Ef Framsóknarflokkurinn fengi 0,1 - 0,2 prósentustig í viðbót næðu þeir manni inn, líklega á kostnað Sjálfstæðisflokksins.  Frjálslyndir og Óháðir eru hinsvegar svo langt frá því fylgi sem þarf til að ná inn manni að það er ólíklegt að þeir vinni sig upp í það fylgi fyrir kosningar, en þó veit maður aldrei.
mbl.is Jón Gnarr vinsælli en framsókn og frjálslyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mega bíða

Hollendingar og Bretar mega bíða eins lengi og þeir vilja mín vegna.  Hvað finnst þér?
mbl.is Bíða eftir Íslendingum í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannsal?

Ég ætla mér ekki að gera lítið úr mannsali, en maður efast um það að banna vændi og nektardansa dragi eitthvað úr mannsalinu.  Á mörgum stöðum á meginlandinu hafa í gegnum árin sprottið upp hreyfingar kynlífsstarfsmanna sem krefjast aukinna réttinda og almennrar viðurkenningar. 

Hversvegna er ekki skoðað að hafa vændi og aðra "fullorðins afþreyingu" undir eftirliti hins opinbera í stað þess að ýta hlutunum niður í undirheimana þar sem ekkert eftirlit er og litla hjálp að fá?


mbl.is Vændiskonur mótmæla í París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu sjá gosið?

Míla er búin að koma upp vefmyndavélum á Hvolsvelli og Þórólfsfelli innan við Fljótshlíð.  Það er ekkert merkilegt að gerast núna, en gaman að geta litið á gufustrókana svona í beinni.

http://mila.is/um-milu/vefmyndavelar/


mbl.is Kröftugt hraungos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símanúmer Heimavarnarliðsins

  • Heimavarnarliðið ætlar að verja heimili fólks fyrir útburði vegna óréttmætra skuldakrafna, með því að hindra aðgang lögreglu ef þarf.
  • Heimavarnarliðið gengur friðsamlega fram í aðgerðum sínum en áskilur sér rétt til að verja hendur sínar.
  • Liðsmenn í Heimavarnarliðinu geta þeir orðið sem eru lögráða, agaðir og styðja markmið þess.
  • Þeir sem vilja fá aðstoð Heimavarnarliðsins geta haft sambandi í síma 841-0551 eða netfangið heimavarnarlidid@gmail.com.

mbl.is Fallist á útburðarbeiðni bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bann, bann, bann

Voðalega er þingið duglegt núna við að banna hluti.  Í gær bannaði það stéttarfélagi að nýta verkfallsrétt sinn og í dag er búið að banna nektardans og að börn fari í ljósabekki.

Hvað verður bannað næst?


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1933 aftur

Að svipta fólk verkfallsréttinum er aðför að mannréttindum og kjarabaráttu liðinna áratuga.  Verkfallsréttur stéttarfélaga var festur í lög árið 1938 þegar samin voru góð og mikil lög um stéttarfélög sem enn eru í gildi, með viðbótum.  Ef ég man mína sögu rétt þá voru þingmenn Alþýðuflokks einna bestir í að koma hugmyndum alþýðuhreyfingarinnar til skila.  En félagshyggja árið 1938 og félagshyggja árið 2010 á lítið sameiginlegt.
mbl.is Framsóknarmenn vilja gerðardóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnám réttinda

Að afnema lögleg réttindi einstaklinga og félagasamtaka er slæmt, hvaða skoðun sem fólk hefur á deilunni sjálfri.  Förum við að sjá "neyðarlög" sem afnema önnur þau réttindi sem barist var fyrir á síðustu öld?
mbl.is Stefnt að flugi síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Axel Þór Kolbeinsson
Axel Þór Kolbeinsson

Smellið á höfundarmynd til að lesa skilmála athugasemda.

Translate

Translate

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband