18.7.2017 | 08:39
Helgarferð hjónanna
Nú veit ég ekkert um raunir þessa fólks sem talað er um í greininni, en för okkurrar hjóna umhverfis landið var þannig að í hvert skipti sem við stoppuðum fór helmingur tímans í að tína upp alls konar rusl; sígarettustubbar og klósettpappír þar vinsælast. Eitthvað þekki ég það rusl frá samlöndum mínum, en aldrei áður hef ég séð eins mikið. Eins keyrðum við fram á erlendan mann míga í runna við hliðina á tveim kömrum sem hafa verið settir upp við brúnna yfir Jökulsá á dal.
Ekki get ég sagt til um hvernig hefur verið umhorfs við vinsælustu ferðamannastaðina á suður- eða norðurlandi því þar voru engin bílastæði laus, og þótt þau hefðu verið þá hefði ekki viljað sjá þá staði öðruvísi en í minningunni úr því sem komið er.
Eitt verð ég að bæta við hér neðanmáls, en það er að salernið sem er risið við Helgustaðarnámu er vel út garði gert og umhverfið allt snyrtilegt. Það er mín von að ekki verði byggð bílastæði fyrir tugi rútna og hundrað bíla ásamt rúllustiga til að hleypa enn fleirum með þjófna fingur upp í námuna.
En nú er svo komið að fyrir okkur sem erum komin á miðjan aldur og höfum ferðast árlega um landið að best er að vaka og ferðast á nóttunni og sofa yfir hádaginn til að hafa einhverja nautn af.
Urðu fyrir aðkasti í húsbíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2017 | 20:16
Sósíalistaflokkur er til, starfandi og var í framboði síðast.
Alþýðufylkingin var í framboði í síðustu kosningum og er sannarlega róttækur sósíalistaflokkur. Nær væri fyrir þetta fólk að ganga þeirri fylkingu á lið en að reyna að slá sjálfa sig til riddara.
En að mínu mati eru þeir herramenn Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson ekki sósíalistar heldur kratar sem sakna Alþýðuflokksins.
Til að upplýsa um hagsmunatengsl og segja ekki hálfsannleika líkt og ýmsir aðrir hafa ánægju af þá er best að láta þá fáu sem lesa orðið bloggfærslur í dag vita af því að ég var á framboðslista Alþýðufylkingarinnar í síðustu alþingiskosningum, en er ekki félagsmaður.
Möguleiki á sósíalistaflokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2017 | 16:28
Fleiri myndir af Artur
Endilega góða fólk koma þessu áfram og sem víðast. Það eru að verða komnar fjórar vikur síðan hann sást síðast og fjölskylda og vinir hafa áhyggjur og vilja vita um hann.
Engar nýjar vísbendingar borist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2017 | 09:29
Letja ekki ferðamenn, en hvað um heimamenn?
Ég veit ekki um aðra, en þegar ég ætlaði á Þingvelli núna í vetur bölvaði ég því að komið væri gjald fyrir að leggja að degi til í bílastæði sem hafa verið þarna eins lengi og ég man.
Þar og þá ákvað ég að best væri líklegast að ferðast um landið á nóttunni yfir hásumarið ætli maður að hafa einhverja nautn af.
Aðgangsgjöld letja ekki ferðamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2017 | 10:39
Besta staða hins opinbera síðan 2007
Það verður að segjast eins og er, að þetta eru góðar fréttir. Stöðugleikaframlagið er tæpum 80 milljörðum meira en lagt var upp með miðað við fjárlög síðasta árs, og miðað við tölur Hagstofunnar er afkoma A-hluta ríkissjóðs jákvæð um 415 milljarða, eða rúmlega 30 milljarðar sé ekki tekið tillit til stöðugleikaframlagsins.
Svipað verður upp á teningnum í ár miðað við fjárlög, en gert er ráð fyrir tæplega 25 milljarða tekjuafgangi A-hluta.
Þrátt fyrir þetta ætlar núverandi ríkisstjórn að hunsa fjárlögin og skera niður útgjöld villt og galið.
Ísland, hvað er í gangi?
Viðsnúningur í tekjuafkomu ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2017 | 09:26
Er fjármálaráðherra hafinn yfir lög?
Það vill aðeins gleymast í umræðunni um samgöngumálin þetta árið hvar vandinn er.
Samgönguráðherra getur ekki veitt Vegagerðinni það fjármagn sem Vegagerðinni ber samkvæmt Samgönguáætlun og Fjárlögum ársins 2017 þar sem hann fær ekki það fjármagn frá fjármálaráðuneytinu.
Það að Fjármálaráðuneytið veitir ekki því fjármagni til samgöngumála er vegna þess að Fjármálaráðherra fer ekki eftir settum lögum, nánar tiltekið Fjárlögum fyrir árið 2017 og lögum um opinber fjármál.
27. gr. Umsjón og ábyrgð á framkvæmd fjárlaga.
- Framkvæmd fjárlaga og fjárstýring skal vera skilvirk og hagkvæm og í samræmi við lög þessi, fjárlög og fjáraukalög.
- Ráðherra hefur umsjón og eftirlit með að skipting fjárheimilda í fjárveitingar, framkvæmd fjárlaga, fjárreiður ríkisaðila og fjárstýring séu í samræmi við ákvæði laga þessara. Hann setur reglur þar að lútandi, veitir leiðbeiningar um framkvæmd fjárlaga og fylgist með að eftir þeim sé farið.
- Hver ráðherra ber ábyrgð á og hefur virkt eftirlit með framkvæmd fjárlaga á sínu málefnasviði. Hver ráðherra ber ábyrgð á að ráðstöfun fjárheimilda sé innan þess ramma sem Alþingi ákveður.
Það er ekki hægt að setja ný Fjárlög fyrir árið, né bráðabrigðafjárlög. Það er nokkuð skýrt í Stjórnarskránni.
Okkur er algjörlega misboðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2017 | 19:34
Fjárframlög til Vegagerðinnar
Þessi umræða um samgönguáætlun og fjárveitingar til samgöngumála er farin að líkjast sirkus stjórnmálamanna sem fjölmiðlafólk tekur þátt í.
Grundvallarspurningin til að spyrja ríkisstjórnina er þessi: Ef hægt var að veita 15 til 20 milljörðum króna til Vegagerðinnar undanfarin ár án vandræða, hví er það svona erfitt í dag þegar ríkissjóður stendur betur?
Arsskyrsla Vegagerdarinnar 2013
Arsskyrsla Vegagerdarinnar 2014
Arsskyrsla Vegagerdarinnar 2015
Voru menn að kaupa sér vinsældir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.3.2017 | 15:38
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna
Í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna ákvað ég að klæða mig aðeins upp. Það finnst mér vera það minnsta sem ég get gert, og því miður hef ég ekki heilsu í meira í dag.
P.s. Er ég nokkuð einn um það að finnast teikningar Google í dag bera með sér löngu úreltar hugmyndir um hvað það er að vera kona? Þemað hjá þeim virðist vera, myndrænt séð, að fyrsta skylda kvenna sé að mennta og eiga börn.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2017 | 22:00
Tekjustofnar til vegagerðar
Ef öll þau gjöld sem innheimt eru af samgöngum eru tekin saman þá telur það rúma 35 milljarða.
Hægt að hefja sókn í samgöngumálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2017 | 17:23
Bráðaþjónusta fyrir geðsjúka
Ég samgleðst Gunnari Hrafni yfir því að hafa komist aftur upp úr hyldýpinu. Það getur verið erfitt og ekki bætir kvíðinn yfir að taka aftur til starfa og reyna að útskýra fyrir fólki hvers eðlis veikindin voru.
Sjálfur þjáist ég meðal annars af þunglyndi og kvíða og á nokkrar sjálfsvígstilraunir að baki. Ekki er lengra en síðasta vor að ég vaknaði á geðdeild Landsspítalans og ég get seint fullþakkað því góða fólki sem þar vinnur.
Það er rétt hjá þingmanninum að það eru ákveðnar brotalamir að finna í geðheilbrigðiskerfinu. Bráðaþjónusta er ekki í boði allan sólarhringinn og nánast ómögulegt að hitta lækni þegar þar er komið. Hjúkrunarfræðingarnir gera sitt besta og rúmlega það, en fá úrræði eru til staðar.
Deildirnar á Landsspítalanum eru nánast alltaf fullar og biðin eftir innlögn getur verið nokkrir mánuðir ef ekki er um bráðatilfelli er að ræða. Of fáir læknar eru til að sinna öllum þessum sjúklingum þannig að sjúklingar geta oft ekki hitt lækni nema í hálftíma í viku hverri, og þá í tíu til fimmtán mínútur í senn.
Eftir útskrift af spítala tekur ekki betra við því nánast ómögulegt er að komast að hjá geðlæknum. Þeir geta bara ekki bætt við sig fleirum. Ég brotnaði saman eftir að hafa reynt að finna mér lækni, og í dag styðst ég við minn heimilislækni. Ég er það heppinn að hafa góðan heimilislækni sem hefur unnið með geðheilbrigði en brátt fer hann á eftirlaun og því veit ég ekki hvað tekur við næst.
Það er mun minna álag hjá Landsspítalanum í dag en árið 2006 þegar ég var útskrifaður frá Fossvogi eftir sjálfsvígstilraun án þess að fá inni á geðdeild og eina geðheilbrigðisþjónustan sem ég fékk var tíu mínútna viðtal við geðlækni sem gerði ekki annað en að auka við mig lyf. Þótt svo sé er ekki nægjanleg bráðaþjónusta til staðar í dag.
Gunnar Hrafn snýr aftur eftir veikindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Translate
Translate
Bloggvinir
- Samtök Fullveldissinna
- Rauður vettvangur
- Heimssýn
- Vinstrivaktin gegn ESB
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Börn Íslands
- Félag Fólksins
- Vaktin
- Nýja Lýðveldið Ísland
- Samstaða þjóðar
- Hreyfingin
- Kristin stjórnmálasamtök
- Frjálshyggjufélagið
- Sigurbjörn Svavarsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Ísleifur Gíslason
- Kolbrún Hilmars
- Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Arnþór Helgason
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Frosti Sigurjónsson
- Jón Baldur Lorange
- Haraldur Hansson
- Gullvagninn
- Gunnar Rögnvaldsson
- Valgeir
- Þórhallur Heimisson
- Valan
- Már Wolfgang Mixa
- Jón Lárusson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Ingi Þorvaldsson
- Bjarni Harðarson
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Jón Valur Jensson
- Héðinn Björnsson
- Jón Pétur Líndal
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristbjörg Steinunn Gísladóttir
- Braskarinn
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Vilhjálmur Árnason
- Björn Heiðdal
- Haraldur Baldursson
- Ólafur Björn Ólafsson
- Anna Karlsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gregg Thomas Batson
- Einar Björn Bjarnason
- Guðni Karl Harðarson
- Andrés.si
- Rafn Gíslason
- Sigurlaug B. Gröndal
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Guðrún Markúsdóttir
- Hinrik Þór Svavarsson
- halkatla
- Davíð S. Sigurðsson
- Umrenningur
- Kristín Magdalena Ágústsdóttir
- Guðmundur Karl Karlsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Vefritid
- Birgitta Jónsdóttir
- DÓNAS
- Heimir Tómasson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Sæmundur Bjarnason
- Helga Þórðardóttir
- Sigurjón Páll Jónsson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Elle_
- Himmalingur
- Blogblaster
- Sigurður Sigurðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Guðni Þór Björnsson
- molta
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- GK
- Arinbjörn Kúld
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sævar Guðbjörnsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Þórður Björn Sigurðsson
- Baldur Hermannsson
- Aron Ingi Ólason
- Ólafur Elíasson
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Sigrún Einars
- Birgir R.
- Jón Þór Ólafsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Gústaf Adolf Skúlason
- Jón Valur Jensson
Nýjustu færslur
- Hvern ég styð
- Hryðjuverkahús
- Þrjár miðaldra konur
- Lífsrými
- Bibi
- Ekki fjallvegur
- Það er ýmslegt mögulegt
- Bölvaður aumingjaskapur
- Hálft skref í rétta átt
- Varðandi sendiráð rússa og sendiráð okkar í Moskvu.
- Rúmlega fjögur andlát hverja viku.
- Sjöundi mánuður stríðsglæpa en fátt um mótmæli á Íslandi
- Það þurftu sex að líta á mig í gær
- Loksins eru Íslendingar að rumska
- Borga ferðamenn ekki skatta?
Tenglar
Mínir tenglar
- Pólitískur áttaviti politicalcompass.org
- Skuggaþing Taktu þátt í þingstörfum skuggaþings.
- Icesave fyrir dómstóla
- sprword.com Síða sem er full af ýmsum fróðleik.
- aso brain games
- Free-Europe
- No2EU - Yes to democracy